Ég heyrði af foreldrum sem ég bara verð að segja ykkur frá.
Þessi tvö voru gift og áttu saman börn. Svo fyrir einhverju síðan ákváðu þau að skilja. Þau ákváðu samt að gera það í vináttu og eru ennþá vinir, þau gerðu allt í vináttu og allt með það að leiðarljósi að koma eins litlu róti á líf barnanna og þau mögulega geta. Þau fluttu í sitthvora íbúðina í sama stigaganginum og börnin bara ganga á milli þeirra. Börnin fá þannig að sjá báða foreldra sína á hverjum degi. Þau eru núna bæði komin með nýjan maka en ennþá hittast þau öll um jólin. Aðfangadagskvöldi verja þau öll saman, börnin, mamman, stjúp-pabbinn, pabbinn og stjúp-mamman.
Ég verð að segja að ég dáist að þessu fólki.