Ég skrifaði um daginn kork sem ber yfirskriftina Talitími.
Þetta atriði með að við virðumst ekki gefa börnonum nægan tíma hefur vakið mig til umhugsunar.
Þegar börnin okkar eru lítil þá hafa þau frá svo mörgu að segja og þau þurfa mikið á okkar leiðsögn að halda, við þurfum að kenna þeim hvað er rétt og rangt og þau leita til okkar með öll vandamál hversu smá sem þau eru eða hversu ómerkileg sem þau virðast vera.
En hvað gera foreldrar sem hafa ekki tíma og eru jafnvel að vinna alla daga og eru þreitt þegar loksins kemur tími með barninu.
Okkur hættir til að kenna börnonum að vera ekki að trufla okkur með svona smáræði og hummum fram af okkur forvitni og spurningar barnanna frekar en að setjast niður og ræða málið.
Mér er alltaf ofarlega setning sem pabbi minn sagði við mig sem barn þegar ég kom með spurningu til hans sem ég í raun man ekki lengur hvað var en var einhvað sem kannski allir áttu að vita, ég man að ég sagði við hann að mér findist asnalegt að vera að spurja að þessu en hann svaraði “það er betra að vera asnalegur í 5 sec og spurja asnalega en að vera asni alla ævi og vita ekki neitt”.
Mamma hafði kannski ekki mikinn tíma til að sinna okkur eða einhvað nema ég allavega gat alltaf talað við pabba þegar einhvað var að en hann var sjómaður og lítið heima en þegar hann var heima þá var til allur sá tími sem við þurftum.
Ef við höfum ekki tíma til að tala við börnin okkar þegar þau eru börn og eru með þessi smávandamál sem okkur finnst varla þess virði að tala um hvernig getum við þá ætlast til að þau hafi tíma til að leita til okkar þegar ungl.vandamálin koma upp.
Allavega er það mín skoðun að það borgar sig gefa þeim tíma frá upphafi ef maður vill byggja upp traust til að geta rætt alla hluti þegar þau verða eldri.
Allavega er það mín skoðun að sá tími sem við gefum börnonum okkar er meira virði en allir peningar heims.
Gefum börnonum meiri tíma og hjálpum þeim með að vera börn.


Kveðja StarCat