Jæja… þá erum við komnir heim… Þetta tók alveg rosalega á mig! Við fórum með honum inn og héldum í hann og stóðum yfir honum á meðan hann var svæfður. Það var erfiðara en allt! Gríman var sett yfir andlitið hans og hann var alveg geðveikt hræddur… ég var líka geðveikt hræddur… Þetta var bara ein rosaleg geðshræring. Ég held að ég hafi bara sjaldan upplifað eins, svona, “helpless” moment. Svo þegar hann vaknaði (korteri seinna) þá grét hann bara endalaust! Ég hélt að hann myndi aldrei hætta að gráta… og ég hélt að ég gæti ekki haldið í mér… en ég gerði það samt. Hann var lítill kannski svona hálftíma eftir að við komum heim (til mömmu hans) en svo var bara allt búið! Bara sísona!!! Hann steinrotaðist svo rétt eftir 8… og ég rétt eftir 9! Ég svaf frá 9 til 8!!! Ég var alveg búinn… En núna erum við komnir heim… og ætlum að hafa það þvílíkt næs um helgina… hann er reyndar soldið puzzled vegna þess að ég var hjá þeim í bænum… (ég held að hann haldi að mamma og pabbi séu eitthvað að ná saman) en ég vona að það líði hjá um helgina. Það er gott að vera komnir heim og gott að allt fór vel…
Bara láta ykkur vita
Gromit