SOFÐU UNGA ÁSTIN MÍN

Sofðu unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamlan legg og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.


BAMBALÓ

Bíum bíum bambaló
bambaló og dillidillidó.
Vini mínum vagga ég í ró,
en úti bíður andlit á glugga.


BÍ BÍ OG BLAKA

Bí bí og blaka,
álftirnar kvaka.
Ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka.

Bíum bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram á fjallakamba
að leita sér lamba.



… alltaf gott og róandi að svæfa börnin veð því að raula :)