Samband foreldra og barna/unglinga Hvað finnst þér gott samband milli foreldra og barna/unglinga?
Þegar krakkinn getur sest niður og talað þegar þú villt tala við hann?
Já að sumu leyti…
En það er bara helmingurinn…
Það er líka mikilvægt að þú getir sest niður með barninu þínu og talað um það sem því liggur á hjatra..
Mamma mín er alltaf að segja við mig að ég geti alltaf komið og leitað til hennar með vandamál, og allt það… Allt í einu dettur henni í hug að setjast niður með mér og ræða um mig og kynlíf eða eitthvað álíka…
En svo þegar ég kem til hennar með einhver smámál sem þrátt fyrir það skiptir mig máli, eða langar bara til að spjalla smá um eitthvað, þá segir hún bara jájá ok, og heldur áfram að horfa á sjónvarpið eða hvað sem hún er að gera, kannski kemur hún með heila setningu í svar en mér finnst aldrei eins og hún hlusti almennilega á mig… nema þegar hún kemur til mín og vill tala.
(Auðvitað á þetta við um pabba líka allveg eins og mömmur)
Svo segir mamma við vinkonur sínar að sambandið milli okkar sé svo gott, og meinar það..
Kannski er það allveg ágætt.. þannig lagað… En málið er að ef ég get ekki komið til mömmu til að bara spjalla, eða spurja um eitthvað smámál án þess að það sé bara sonna “Já, ok, bless, ég er að horfa á sjónpvarpið, ekki allveg viss hvaða þátt en það skiptir ekki máli” svar, hvernir á ég þá að geta komið til hennar með stór vandamál?
Þó hún segi mér að ég getir komið til hennar hvenær sem er með vandamál eða spurningar, þá finnst mér ekki eins og það sé satt…
Kannski er ég bara svona erfiður unglingur, ég meina, vá! að koma svona einstaka sinnum og spurja foreldra sína um mígreni og spennuhöfuðverk, ég meina, ég hef verið með mígreni í nokkur ár og ætti þess vegna að vita allt um það.. Og ef ég þafr endilega að fá svar við svona spurningu… af hverju ekki þá bara að kíkja á einhverja heimasíðu.. ég meina.. það er hægt að finna miklu meira “professional” svör þar…
En hver er munurinn á að spurja um mígreni og kynlíf?
Það er meira að segja ekkert mál að læra helling um kynlíf, auðvitað er áhugamál hér á huga, margar heimasíður, vinir, það kemur u.þ.b. ein kynlífsfræðslubók á árí um jólaleytið, það er hægt að fara á bókasafnið, og alltaf er einvher hjúkrunarfræðingur að koma í skólann og fræða okkur um kynlíf.
Ef mig vantar getnaðarvarnir get ég labbað út í apótek og keypt pakka af smokkum, eða bara út í búð eða Farið til heimilislæknisins og fengið pilluna, ekkert mál.
Meira að segja ef ég verð ólétt get ég fengið neyðarpilluna eða farið í fóstureyðingu án þess að þurfa að láta foreldra vita. Einn af hjúkrunarfræðingunum sem komu í skólann sagði að maður þyrfti bara að vera 14 eða 16 ára til þess. (hún mundi ekki hvort)
Ég get auðvitað líka farið til læknis og fengið mígrenilyf án þess að foreldrar þurfi að vita það… held ég.. En finnst þér það ekki annað mál? Að komast að því að unglingurinn þinn væri á mígrenilyfjum en að hún(á bara við um stelpur) hafi farið í fóstureyðingu?
Nú er ég komin aðeins út fyrir efnið… En það sem ég er að segja er að mamma vill að ég komi til sín með vandamál og spurningar, hún kemur við og við til mín og talar m.a. um kynlíf eins og ég er búin að segja áður…
En þegar ég kem með spurningar um hluti sem liggja mér á hjarta og mér finnst eins og það sé ekki tekið mark á mér, hvernig á ég þá að geta komið og talað um eitthvað sem mömmu minni finnst stórmál?
Og er það gott samband ef þú getur komið til barnsins þíns og talað um það sem þér liggur á hjarta, segir því að þú sért til staðar og það geti alltaf leitað til þín, en svo þegar barnið kemur þá er svarið bara “Já, ok, ekki trufla mig, ég er að horfa á EINHVERN þátt” Takið eftir “einhvern” þá meina ég að það er ekki endilega þáttur sem þú fylgist með alltaf, bara að þú settist niður fyrir framan sjónvarpið og fórst að horfa á eitthvað.
Og skiptir sambandið milli þíns og barnsins ekki meira máli en einhver sjónvarpssþáttur?
Yrðir þú ekki fúl/fúll ef þú vildir tala við barnið þitt um mikilvægt mál og það segði, “já, ok, fínt, ég er að horfa á sjónvarpið”
og þú spyrð: “Hvaða þátt?”
Og barnið svarar: “Æjj, ég veit ekki hvað hann heitir, eitthvað um einhverja fjölskyldu.. veit það ekki allveg um hvað hann er…”
FluGkiSan!!!