það sem mér finnst mest sorglegt er það að sama hvað manni langar að hafa meiri tíma með barninu sínu, þá er erfitt að að búa hann til, vinnan/skólinn krefjast mikillar orku og tíma, ef við ætlum að lifa í þessu þjóðfélagi, þar sem allt er svo dýrt.
móðirin einangrast, hefur ekki tíma fyrir sig, hennar áhugamál eða vini sína, því hún notar tímann sem hún hefur aflögu til að vera með barninu sínu, reyna að bæta fyrir það að hafa ekki meiri tíma.
móðirin vinnur úti, heima og er að ala upp barn/börn, plús stannslausar áhyggjur verður til þess að orka hennar sé á þrotum, og hún getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi.
ég ætla ekki að tala um karlmenninn, þar sem ég hef ekki góða reynslu af þeim í þessum málum, jafnvel stúlka sem ég kannast við sagði eitt sinn, að hún væri í sambúð með barnsföðurnum og henni findist hún samt vera einstæð með barnið, en ég ætla að trúa því að einhverstaðar þarna úti séu til góðir menn.
ég vil samt taka það fram að ég er ekki að alhæfa heldur er ég að segja frá því sem ég hef orðið vitni af.
Gribba
G