Systkini geta haft mikla ánægju af hvert öðru, en systkinasamband án afbrýðissemi er ekki mjög algengt.
Afbrýðissemi er eðlileg og systkinaafbrýðissemi getur verið erfitt að líta fram hjá, jafnvel þótt að eldra barnið hafi verið búið undir að eignast systkini.
Hér eru nokkrir punktar til hliðsjónar sem gera þetta auðveldara fyrir stóra bróður eða systur;
Þegar þú kemur heim af sjúkrahúsinu, mundu þá að barnið hefur saknað þín en ekki nýja einstaklingsins.
Gefðu stóra barninu fulla athygli og leyfðu því að taka þátt í að annast litla barnið, gefa því mat o.fl.
Segðu barninu að það sé líka mikilvægt að vera stóri bróðir eða systir, það má fara seinna í háttinn og fara í göngutúr með pabba svo eitthvað sé nefnt.
Pabbinn spilar stórt hlutverk í að minnka afbrýðissemina. Þú skalt ekki halda að stóra systkinið elski nýja barnið strax, gefið stóra barninu gaum, fylgist vel með því að það hræði ekki nýja barnið. Segið stóra barninu að litla krílinu þyki gaman að eiga stóran bróður eða systur.
Yfirleitt eru lítil börn yfir sig hrifin af stærri börnum, reynið að koma barninu í skilning um það.
Ungabörn geta líka orðið afbrýðissöm. Á tímabilinu milli 7-12 mánaða aldurs byrja börn oft að sýna fyrstu viðbrögð við afbrýðissemi. Afbrýðissemi skal alltaf taka alvarlega. Þetta er eingöngu hræðsla við að einhver sé að taka mömmu eða pabba frá því. Auðvitað verður að hugga barnið, en athugið að það er ekki hægt að haga sér þannig að það sé bara ungabarnið sem öllum þykir vænt um.
Barnið lærir af þessu að móðirin þarf líka að hugsa um hin systkinin.
Ég sjálf vil bæta við þetta af því að ég hef mikla reynslu á afbrýðisseminni.
Fáið ættingja og vini til þess að koma með lítinn paka fyrir stóra barnið og byrja á því að veita því athygli ekki vaða beint í það nýja. Eins og það er sagt hérna fyrir ofan þá spilar pabbinn stórt hlutverk í þessu öllu saman og þegar hann kemur heim úr vinnunni spenntur að kíkja á litla hnoðran þá verður hann að halda aftur af sér og taka stóra barnið í fangið á sér og veita því mikla athygli. Það er nefninela til alveg frábær samlíking á afbrýðissemi barna sem hægt er að heimfæra yfir á okkur. Ýmindið ykkur að makinn ykkar komi með nýja konu eða mann inn á heimilið, þið yrðuð afbrýðissöm og alls ekki ánægð ef þið fengjuð enga athygli.Barnið upplifir þetta þannig, það er einhver komin sem sem þeim finnst að eigi alls ekki að vera þarna :) Líka gott fyrir mömmuna að veita stóra barninu mikla athygli þegar nýja barnið er súpa pela eða brjóstið og hrósa stóra barninu mikið.
Kveðja
HJARTA
Kveðja