Mig langar að segja ykkur frá ömmu sonar míns sem er 4 ára.
Amma hans er EKTA amma sem meiraðsegja slær á lærin á sér, hún bakar fyrir hann, hún leikur við hann, gerir í fáum orðum ALLT fyrir hann. Góð saga af samskiptum þeirra;
Ég og sonur minn vorum að labba úti þegar hann sér að það er GAT á buxnaskálminni. Hann horfir á mig stórum augum og spyr; Mamma HVAÐ eigum við að gera??? Huh.. hálfsofandi mamma svarar: Hah,, það veit eg ekki, eigum við ekki bara að henda þeim (illlllt auga) Nei mamma, við förum til ömmu! *hneyksl*
Amma! Þú þarft að sauma buxur á mig! Haa á ég að sauma á þig buuuxur?? Nei amma, með gatið!! Buxur með gati? Oh amma, nei, sauma gatið (nú kemur löng runa af því hvernig þau ákveða hvernig sé best að sauma buxurnar, og hvernig þau fari að því þegar hann er í þeim, þangað til sonur minn, með stakri snilld ákveður að best sé að hann fari úr þeim rétt á meðan)
Þetta er alltí lagi mamma, amma er skotfljót að gera þetta (hann er eins og gangandi orðabók eftir ömmuna =)
Svo hrósar hann henni í hástert fyrir það hvað hún er nú ótrúlega klár.
Eftir þetta ákveður hann, að hann langi rosalega í pönnsur… hvað gerir hún annað en að baka þær! Nú og vegna þess að honum þykir svo ákaflega gott að fá rjóma með, þá er ekkert annað að gera en að hafa hann til =)
Hún talar um barnið útum allann bæ, hvað hann sé nú ótrúlega klár og skemmtilegur, hún montar sig af hverju einasta af öllum þeim 25 kílóum sem hann er, svo ég tali ekki um alla 116 sentimetrana.
Það sem er sérstakt við þessa ömmu, er að hún hefur bara verið amma hans í 1 1/2 ár! Hann á 7 ömmur, ein þeirra hefur samband við hann og þykir voða gaman að fá hann í heimsókn, en því miður býr hún langt frá okkur, aðra langömmu á hann í næsta bæ sem talar aldrei við hann, hann á föðurömmu í Reykjavík sem hefur aldrei hringt í hann. Svo mætti lengi telja.
Ég óska þess, að einhver “plat”amma sem ekki tekur “platauka” barninu sínu 100% lesi þessa grein, og geri ser grein fyrir því að amma þarf ekki að vera skyld manni…