Ég held að ég geti kannski skýrt þetta smá með lögin. Málið er að konur eiga rétt á því að gefa ekki upp faðerni barns síns. Í gamla daga voru konur sem eignuðust börn í lausaleik yfirheyrðar þangað til þær sögðu til um föðurinn og það er náttúrulega ekki mikið frelsi. Nú er aftur á móti spurning um hvaða rétt faðirinn á til að fá barnið viðurkennt sem sitt og hver á mestan rétt, konan til að feðra ekki barn sitt, barnið til að kynnast föður sínum eða faðirinn til að kynnast barninu. Persónulega finnst mér að það eigi að gera DNA próf í slíkum tilfellum ef maður óskar eftir því. Þetta er orðið einfalt að gera í dag, hægt að gera út frá nokkrum hárum og frekar ódýrt (sjá
http://www.dnanow.com/).Varðandi það hvort konan geti labbað út við skilnað og lýst því yfir að maðurinn eigi ekki barnið þá er það ekki rétt. Þegar fólk er í hjónabandi er eiginmaðurinn sjálfkrafa skráður sem faðir barns sem konan hans eignast, jafnvel þó þau séu bæði hvít og barnið svart. Þessu er ekki hægt að breyta nema fyrir dómi. Ég þekki mál þar sem kona var að skilin að borði og sæng en ekki að fullu. Hún eignaðist barn með sambýlismanni sínum og eiginmaður hennar var sjálfkrafa skráður faðirinn. Til þess að breyta þessu þurfti hún, eiginmaðurinn og sambýlismaðurinn að koma fyrir dóm og vitna um það hver væri réttur faðir barnsins.
Svo finnst mér nú annað að það sé ekkert tiltökumál þó það komi fleiri en einn til greina. Það er svo mikill tvískinnungur í gangi um þetta og það þykir allt í lagi fyrir stráka að vera með tveimur sömu helgina eða sama kvöldið en ef stelpa gerir það þá er hún kölluð drusla. Svo ef hún verður ófrísk og ákveður að eiga barnið sitt þá segir hún kannski ekki frá því að það hafi verið fleiri en einn af því hún vill ekki fá þetta orð á sig. Ég veit um tvö mál þar sem svoleiðis hefur komist upp. Í annað skipti var það vegna þess að báðir strákarnir sem hún var með voru vinir. Eftir faðernispróf reyndist það ekki vera strákurinn sem hún hafði upphaflega lýst föðurinn heldur hinn. Í hitt skiptið var stelpan búin að lýsa föður að barninu en það fréttist í vinahópnum að hún hefði líka verið með öðrum, strákurinn sem hún benti á neitaði að gangast við barninu, hún kærði ekki, barnið er ófeðrað en þykir í dag mjög líkt hinum stráknum sem hún var líka með.
Ég held sem sagt að það sé betra að vera ekkert að dæma fólk heldur frekar reyna að komast að sannleikanum áður en barnið verður nógu gamalt til að lenda í því áfalli að upp komist að pabbi er kannski ekki pabbi.