Ég bara varð að tjá mig um þetta, en ég er semsagt að horfa á fréttirnar í Ísland í Bítið. Ekki spyrja afhverju.

Nú… þarna var verið að segja frá því að kona á barn, sem ekki hefur verið feðrað. Maður segist vera faðir þess og vill að konan viðurkenni það, en hún neitar, og málið fer fyrir héraðsdóm. Nú, málinu var vísað frá, því, skv. frétt Stöðvar 2, eru það aðeins mæður og börn sem hingað til hafa verið sækjendur í svona málum (kona vill að kallinn sé “dæmdur” faðir barns svo hún fái barnabætur), og að lögin geri aðeins ráð fyrir að þannig sé málum háttað. Ég náði endinum ekki alveg vegna hláturs, en mér heyrðist að gaurinn hafi áfrýjað, eða kært aftur. Gaman að fylgjast með þessu!

Tolli