Kæri idf.
Veistu mér finnst þú ekki tala núna á þann hátt sem þér væri samboðin af því sem ég hef séð til þín hér. Ég býst við að það sé afþví að þú ert eins og ég og flestir, og lætur margt fjúka þegar eitthvað reitir þig til reiði, eins og þessi hræðilega meðferð á barninu, en það er samt ekki nógu gott að tala svona, þú veist.
Í fyrsta lagi, það sem þessi kona gerði rangt var að lemja barnið sitt. Að tala “fátækra ensku” var ekki glæpurinn, en það gera margir góðir menn og konur sem reynast börnum sínum vel, þetta er einfaldlega málið sem þau ólust upp við og höfðu svo kannski ekki alveg tækifæri í lífinu til að losa sig við það, nú eða völdu að gera það ekki og skammast sín ekki fyrir uppruna sinn og fara að tala einhverja Oxford ensku allt í einu….
Að hún sé “ómenntuð” gerir hana svo engan vegin að druslu. Hvað er annars drusla? Yfirleitt er þetta orð notað svona í annað hvort kynlífstengdri (=öfgalauslát) eða í almennt niðrandi merkingu sem merkir þá = vond manneskja, eiginlega. Ómenntað fólk er hins vegar hvorki frábrugðið öðrum í kynlífi almennt í dag né er það verra eða betra en annað fólk að flestu leyti. Það er hins vegar auðvitað verra að sér um sögu- kjarneðlisfræði- latínu eða hvað það nú var sem það lærði ekki en það er auðvitað ekki að vera verri manneskja.
“Irish carpender” merkir svo eins og þú veist írskir smiðir, en það er ekkert athugavert við að alast upp hjá írskum smiðum eins og þessi kona. Írar þykja mikil menningarþjóð, eiga æfaforna og merkilega bókmenntahefð og nýrri afreksmenn á því sviði, og hafa átt marga afreksmenn á ótal sviðum í BNA sem annars staðar. Ef þér finnst ekkert að því að vera af Írskum uppruna, finnst þér þá eitthvað að því að vera smiður? Er það auðvitað fullkomlega heiðarlegt og allt í lagi starf og einhver þarf að gegna því.
Mér finnst leiðinlegt, í alvörunni, að tala svona við þig, en ég get bara ekki tekið undir að gerðir þessarar konu komi eitthvað fátækt hennar eða menntunarleysi við, né uppruna hennar, út á allt þetta hef ég nefnilega ekkert að setja, þó mér finnst ljótt að lemja börnin sín, fátækt og menntunarleysi er hins vegar ekki glæpur þó það sé kannski sorglegt. Þakkaðu bara fyrir að hafa þá menntun sem þú hefur , og búa ekki við fátækt, en vertu ekki að tengja illvirki fólks við fátækt eða menntunarskort, það er til fullt af góðu og fullkomlega virðingarverðu fátæku og illa menntuðu fólki sem er góðir foreldrar, fyrst við erum að tala um BNA mætti nefna að mamma Bill Clintons var illa menntuð, fátæk , einstæð saumakona, en hún var víst mjög góð móðir að hans sögn, fyrir því.
Leiðinlegt að þurfa að tala svona við þig og ég vona að þú takir það ekki illa upp því þú virðist annars vera víðsýnni en gengur og gerist hérna, þú hlýtur bara að hafa verið svona reiður við tilhugsunina um að fólk berji börnin sín. En það er kannski óþarfi að fara að tala illa um illa menntaða og fátæka þegar maður reiðist, og láta því fordæmingu sína á einni manneskju bitna óbeint á billjörðum, saklausra fátækra og illa menntaðra í heiminum. Ég er auðvitað að ýkja en þú veist hvað ég meina. Ekki taka þetta illa upp, ég tek bara nærri mér þegar fólk talar svona í hugsunarleysi um fátækt fólk sem ekki hefur fengið að njóta menntunar, en slíkt gerir ekki mannkosti nokkurs manns minni.
En hafðu það samt bara gott, ég þykist viss um að þetta hafi bara verið hugsunarleysi hjá þér, fannst samt rétt að benda þér á þetta, mér finnst sjálfri betra að forðast að tala svona um þá sem minna mega sín, betra að dæma hvern og einn eftir gjörðum sínum, ekki uppruna eða stöðu. En þú meintir þetta eflaust ekki þannig, ég segji sjálf fáránlega hluti þegar ég verð reið, en reyndar yfirleitt ekki eins fáránlega á netinu því þá hef ég smá tíma til að stroka það út, er ekki um að gera að nota sér þetta að geta strokað út? Ég vildi að ég hefði gert það oftar sjálf…..