Það er svo skrítið að maður tekur ekki alltaf eftir því hvað barnið manns breytist ört.
T.d það er svo skrítið að dóttir mín var hárlaus þegar hún fæddist og var það lengi vel svo allt í einu núna er hún komin með því líkan lubba sem hefur komið bara núna upp á síðkastið og mjög hratt.
Núna um helgina var ég að setja myndir í myndaalbúm yfir fjögur hundruð myndir hugsið ykkur maður hreinlega getur ekki imyndað sér að maður hafi tekið svona mikið af myndum en það er staðreynd.
Það var svo gaman að skoða þessar myndir og bara pæla í því hversu barnið manns hefur breyst á einu ári það er ekki nein smá breyting.
Það er líka svo skrítið hvað maður á það til að gleyma atvikum en svo koma þau eins og þruma úr heiðskýru lofti bara við það að skoða myndir. Þetta var þvílíkt gaman.
Hafiði einhverntímann velt því fyrir ykkur hvað þið hafið tekið mikið af myndum og hversu miklum pening þið eydduð í allar filmurnar og framköllunina ?
Slatti er það ekki.
Þess vegna segi ég nú bara eins gott að við erum búin að fjárfesta í digital vél ég segi ekki annað því maðurinn minn segir að ég sé myndatökusjúklingur :)
Þetta er rosalega skemmtilegr að skoða myndir og ég er að hugsa um að búa til svona sér albúm fyrir stelpuna mína með einhverjum skemmtilegum myndum það verður svo gaman fyrir hana að eiga þetta seinna eða svona sögubók með myndunum af henni.
Smá upprifjun í gangi.
Kveðjur,
Krusindull