Ég horfði á seinni hluta Dateline þáttar á Skjáeinum áðan og þar var verið að fjalla um konu sem getur heyrt á gráti barna hvað angrar þau. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og er sérhæfð í umönnun nýbura.
Það var í raun ótrúlegt að horfa á þetta, fólk er að setja sig á hausinn til að fá hana í heimsókn, því að hún fær ca. 1000 dollara á DAG fyrir að veita þessa þjónustu!! Reyndar skildi ég frásögnina þannig að hennar ráðgjöf virkaði alltaf, þ.e.a.s. 100 % árangur, hvort að það er alveg satt veit ég ekki…

Það var reyndar mjög forvitnilegt að sjá hvernig hún fer að, hún segist hlusta á grát barnanna og heyri þá hvort þau séu svöng, þreytt, með óhreina bleyju o.s.frv… Það var eitt barn sem svaf ekkert á nóttunni og hún byrjaði á því að fara ofan í rúm barnsins með barninu fyrstu nóttina! Hún segir að það taki þrjá daga og þrjár nætur að venja börn á að sofna sjálf í sínu rúmi. Ég gæti haldið endalaust áfram með að segja frá þessum þætti en læt þetta nægja… Þið sem sáuð þennan þátt, hvernig fannst ykkur þetta allt saman? Trúiði þessu?


Kveðja simaskra
Kveðja simaskra