Það er mikill munur á Íslandi og Danmörku.
Hérna er allt mikið fjölskylduvænlegra en á Íslandi.
Í Danmörk þá eru leikskólagjöld og húsalegubætur tekjutengt þannig að ef þú ert með litlar tekjur þá borgarðu ekki leikskóla eða húsalegu.
Eins er með Frítíðsheimili fyrir börn upp að 10 ára það er svona heilsdagsgæsla eða einhvað álíka sem er bæði fyrir og eftir skóla.
Algengt er að fólk mæti í vinnu kl 6 eða 7 á morgnana og er þá búið að vinna kl 2 á daginn og leikskólar opna kl 5:45 og eru opnir til kl 5 á daginn.
Ef barnið þitt er á leikskóla þá ræður þú hvenær það mætir og hvenær þú sækir það á þessu tímabili.
Hérna er ekkert hálfsdagspláss.
Það er svo ótalmargt sem er hægt að telja upp sem er öðruvísi.
Til dæmis þá eiga Danir ekki svona mikinn jarðhita eins og er á íslandi þannig að það er algengt að hús hérna eru hituð með oliu eða brenni.
Við erum með bæði olíu og brenniofn þannig að húsið okkar er kynnt með annaðhvort oliu, timbri eða kolum.
Við getum keypt okkur leyfi til að safna ákveðnu magni af brenni í skóginum og einnig er hægt að komast í sambönd með að fá úrgang frá timburverksmiðjum.
Það er ódyrast að reyna að gera sem mest sjálfur þannig að við höfum bæði farið í skóginn að safna brenni og einnig fengið frá verksmiðju.
Hérna þarf að hafa fyrir því að fá heitt vatn því að það þarf að kynda upp til að hita vatnið.
En plúsinn við þetta allt er að fjölskyldan fær mikla samverustundir sem við fengjum ekki annars þar sem allir eru svo upteknir við annað og að það þarf ekki að kynda frá því í byrjun april til byrjun okt :)
Veðrið er nefnilega mikið betra hérna en á Íslandi.
Mig langaði bara að vekja fólk á Íslandi til umhugsunar um hvað það hefur það gott að þurfa ekki að spá í hvaðan vatnið kemur og skrúfar bara frá þegar það vantar heitt vatn.
Það eru mínusar og plúsar við alla staði, þegar fólk ákveður að flytja þá er gott ráð að kynna sér mínusana líka ekki bara plúsana og velja svo hvað það vill búa við.
Það allavega gerðum við á sínum tíma og erum líka mjög hamingjusöm og ánægð hérna :)
Kveðja StarCat