Sonur minn varð 6 ára í apríl og byrjaði í skóla í haust eins og flest öll börn á hans aldri.
Við fluttum til Danmerkur fyrir rétt rúmu ári síðan þannig að hann er í dönskum skóla.
Honum gengur mjög vel hérna í skólanum og hann er búinn að ná góðum tökum á dönskunni.
En það sem mig langaði að koma á framfæri er ákveðið verkefni sem allir krakkarnir voru látin gera rétt efti að þau byrjuðu.
Þau voru látin búa til bók hvert fyrir sig og það var ákveðið þema fyrir hverja blaðsíðu sem þau áttu að teikna mynd um og segja svo frá.
Í bókinni kom fram þema um “hvað gerir þig mest leiðan” og “hvað gerir þig mest glaðan” og annað í þeim dúr og svo fengu foreldrar bókina til að skoða og þar var eitt atriði sem að stakk mig.
Á blaðsíðunni sem hafði þemað “hvað ertu glaðastur yfir að hafa gert” þá teiknaði hann mynd af flugvél og sagðist vera glaðastur yfir að hafa flogið frá íslandi og til danmerkur, því að það er svo gott að eiga heima í danmörk.
Ég sem stóð alltaf í þeirri meiningu að ég hefði verið að leggja svo mikið á börnin með að flytja svona langt frá ættingjum og að koma með þau hingað mállaus á dönskuna.
Þannig að nú er ég búin að fá að sjá það að hann er virkilega ánægður með að hafa flutt :)
Mér finnst þessi hugmynd með bókina alveg frábær því að þetta gefur bæði kennara og foreldrum innsýn í hugsanagang barnsins.
Það sem hann er mest leiður yfir er þegar stóru krakkarnir eru að stríða þessum litlu og að skemma leikinn hjá þeim.
Það sem hann hefur verið mest leiður með er að vera svona mikið á leikskóla.
Það sem hann er mest glaður með núna er að fara í skólann og hitta krakkana þar.
Með því að gera svona bók þá fær maður mikið meira að vita um hugsanagang barnanna sinna en ella.
Kveðja
StarCat