Ok ég skil alveg hvað þið eruð að meina, það á ekki að skammast sín fyrir líkamann sinn en mér finnst samt óþarfi að vera með auglýsingar með berum konum, t.d. sokkabuxna auglýsingar, af hverju þarf konan að vera í engu nema sokkabuxum? Og húsasmiðjuauglýsingin, af hverju er fólk nakið að auglýsa áhöld? Mér finnst þetta hálf hallærislegt. Með þessi tónlistarmyndbön þá finnst mér bjánalegt að það megi ekki segja rass en einhver orð en það er allt í lagi að berja og sýna nakið fólk eins og í myndbandinu með kynskiptingnum sem er að strippa og fer úr öllu. Það er svo margt sýnt að degi til og á morgnana sem er alls ekki ætlað börn og mér blöskar alveg rosalega. Ég hef oft þurft að skipta um stöð á morgnana, t.d á fimmtudaginn minnir mig, þá var einhver þáttur um tíu leytið á stöð tvö um múslima eða eitthvað og þeir voru að stunda sjálfspintingar og lömdu sjálfa sig með einhverju svipu eða eitthvað og voru allir út í blóði á bakinu. Ég veit að ég er svoldið komin út fyrir umræðuefnið en við verðum að hugsa svoldið að börnin meiga ekki horfa á allt, þótt að okkur finnist ekkert mál að horfa á konur klæða sig úr í auglýsingum þá finnst mér það ekki við hæfi að börnin horfi á þetta. Það er hægt að nota aðrar aðferði til þess að kenna barninu að það eigi ekki að skammast sín fyrir líkamann sinn.
Þetta eru bara börn ekki litlir fullorðinir einstaklingar og við verðum að muna það.
Kveðja
HJARTA.