jæja nú í upphafi skólaársins þá er mikið að gera til undirbúnings fyrir skólann hjá börnunum,það þarf að kaupa skóladót,ss.töskur stílabækru,möppur,liti,blýanta og fleira.

Svo eru það auðvitað skólafötin……..

Ég hef mikið velt því fyrirr mér hvort ekki væri gott ef það væru skólabúningar amk. í yngstu bekkjum grunnskólanna,það myndi spara manni nokkur spor og þvæling í búðir að leyta að “rétta” klæðnaðinum,því að börnin eru fljót að finna það út hvað er rétt og hvað er ekki eins fínt.

Það eru auðvitað bæði kostir og gallar við skólabúningana en amk. enn þá sé ég fleiri kosti en galla til dæmis :

kostir:

Nemendur sýna skólanum vissa virðingu, með því að vera í fatnaði merktum skólanum, sem smitar út frá sér

Það myndast aukin samkennd meðal nemenda

Samkeppni um að vera í “fínustu” og dýrustu fötunum minnkar. Skólafatnaður sparar því í fataútgjöldum.

Það þarf ekki að vera að pæla í því á morgnana hálfsofandi í hverju barnið á að fara og þá er oft ágreiningur um það hvað barnið vill og svo hvað foreldrið vill.

Líklegt er að skólabúningar dragi að hluta til úr einelti.

Gallar:

Gæti verið að börnin væru ósátt við að vera eins og hinir…vildu skera sig úr.

Þurf að vera til nokkrar eins flíkur sem kanski eru ekki not fyrir annarsstaðar

ég veit ekki með ykkur foreldra en ég væri alveg til í að þetta væri tekið upp í skólabarnanna minna,ég veit að í fyrravetur var tilraun með skólapeysur í 1. og 2. bekk Ártúnsskóla og sú tilraun kom vel út.

Hvað finnst ykkur og ef það er einhver sem hefur prufað þá þá endilega deilið því með okkur??

mbk
harpajul
Kveðja