Ég á 10.mánaða gamlan son og er í stökustu vandræðum með að koma almennilegri reglu á daglúrana hjá honum. Þessi elska fer í bælið kl.19.30 á kvöldinn og vaknar um kl.8.30 á morgnana og svo strax um níuleitið vill hann fara að sofa aftur, sefur í 1 1/2 klst og svo aftur klst um kl.15. Hann er búin að vera hjá barnapíu á morgnana og henni hefur ekkert gengið að halda honum vaknandi þrátt fyrir ýrekaðar óskir frá mér, í gær var ég heima og ætlaði aldeilis að halda honum vakandi lengur og það endaði með að hann sofnaði sitjandi á gólfinu :( Þannig að þetta er ekki klaufaskapur hjá henni eins og ég hélt heldur er hann bara þreyttur!
Í morgun fór hann í ungbarnaeftirlit og þar var læknirinn mjög undrandi á þessu, og skipaði mér að breyta þessu sem fyrst. Ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því, enda um kl.9.30 er hann farinn að öskra af þreytu.
Hvernig sváfu ykkar börn á þessum aldri og hafið þið einhver ráð fyrir mig til að breyta þessu munstri ?
Vil taka það fram að þetta pirrar mig í raun ekkert, einn dúr eftir hádegi finnst mér eðlilegra og kannski hollara en ég fór ekki að hafa alvarlegar áhyggjur af þessu fyrr en læknirinn sagði að þetta væri ekki gott.
Kv. EstHe