Jæja loksins er litla dúllan mín búin að fara til hjartalæknisins og stóð sig alveg eins og hetja. Opið hefur aðeins stækkað frá því síðast þannig að það eru nánast engar líkur á því að það lokist að sjálfum sér, og á hún því að fara í aðgerð þegar hún verður 3-4 ára. Svo er hún búin að vera svo veik upp á síkastið þannig að hún var send upp á bráðamótukana á Landspítalanum til þess að láta taka lungnamynd en sem betur fer var hún ekki með lungnabólgu :) Þannig að við förum aftur til læknisins eftir 6 mánuði og vonum það besta.
Langaði bara að deila þessu með ykkur og leifa ykkur að fylgjast með hetjunni minni og hetjunni hans gromits :)
Kveðja HJARTA
Kveðja