Ég er kannski svona biluð eða auðvelt að hneyklsa mig, en það tókst allavegana í morgun þegar við vorum að horfa á morgunsjónvarpið á stöð 2 áður en kærastinn minn fór í vinnuna og eldri stelpurnar í leikskólann. Þessi auglýsing var þannig að það sat lítill strákur í stiga og pabbi hans að berja mömmu hans og löggan komin á staðin og eitthvað svoleiðis, svo endaði auglýsingin og þá var sagt: hversu lengi þolir þú álag? Landsamband lögreglunar.
Ég þurfti að byrja að útskýra fyrir 4 ára dóttur minni sem varð hrædd við að sjá þessa auglýsingu að það væru ekki allir pabbar vondir og að hún væri nú heppin að eiga tvo pabba sem væru góðir. Þetta er ekki alveg það sem maður vill horfa á í morgunsjónvarpinu með börnunum áður en það þau fara í leikskólann. Er fólk ekkert að hugsa??? Eða er þetta fólk sem á ekki börn sem láta svona auglýsingar í sjónvarpið fyrir kl 8??
Jæja ég ætla að hætta áður en ég garga :)
Kveðja HJARTA.
Kveðja