Það var ekki ein einasta manneskja á mínu heimili sem ekki fitjaði upp á nefið þegar þessi hörmung kom í sjónvarpinu (RÚV og Stöð 2).

Voða litlir og sætir krakkar, allt í fínu með það. En að hafa tískusýningar fyrir BÖRN. Það er nú þegar eitthvað um það að litlar stelpur fari ekki í skólann nema með meik á sér, og fatasnobbið færist neðar og neðar.

Svona tískusýning gerir þetta allt erfiðara fyrir 8 ára stelpurnar etc núna. Núna þurfa þær nefnilega að vera í tískunni sko, meira segja búin að vera tískusýning með fötum fyrir þær! Og þeir/þær sem ekki eru alveg að tolla í tískunni eru bara “skoh, lúsher shko”.

Æðislega sniðugt, færum kjaftæðið neðar í aldurshópana svo að börnin okkar verði nú alveg örugglega óöruggari og ruglaðri en við. Börn eiga að vera börn, ekki tískusýningamódel og eftirhermur.

Bálvondur.
Summum ius summa inuria