Ég lenti í aðstöðu í gær sem að varð til þess að ég fór að hugsa svolítið um þessi barnapíumál.

Mín vandræði voru þau að ég bað barnapíu um að líta eftir börnunum mínum (1 og 3 ára) í svolitla stund á meðan að ég færi á fund sem var í sama húsi. Þau voru heima hjá mér og ég var að koma heim með eldra barnið þegar að ég fór á fundinn. Einum og hálfum tíma seinna þá fór ég upp og hringdi dyrasímanum. Enginn svaraði. Ég vissi að hann hafði verið hálf sambandslaus þannig að ég komst inná ganginn með því að hringja hjá öðrum. Ég fór og bankaði, enginn svaraði nema að ég heyrði í börnunum mínum fyrir innan. Ég hringdi dyrasímanum, heimasímanum, bankaði meira og barði í hurðina. Enginn kom. Ég var orðin virkilega hrædd um að eitthvað hefði komið fyrir, börnin grátandi fyrir innan hurðina og ég komst ekki til þeirra. Ég var orðin vitlaus af hræðslu um hvað hefði komið fyrir og hvað myndi mæta mér þegar að ég kæmist inn. Með góðra manna hjálp komst ég inn. Og hvað haldiði að hafi mætt mér? Barnapían SOFANDI í sófanum. Börnin búin að fá að leika lausum hala í greinilega þónokkurn tíma. Búin að kveikja á eldavélinni og allt út um allt. Barnapían varð nú hálf rugluð þegar að ég vakti hana, ég sagði henni bara að fara heim. Ég var svo reið að ég treysti mér ekki til að tala við hana.

En þegar að ég var búin að jafna mig, amk svona að mestu leyti þá fór ég að hugsa. Hvað gerði ég rangt í þessu? Átti ég að skilja hana eftir með börnin? Treystir maður barnapíum of mikið?

Ég tek það fram að ég hef verið með ágætis barnapíur og alltaf gengið vel. Meðan að leikskólinn var í fríi voru barnapíur með börnin heima meðan að ég var í vinnu. Flestir dagar ganga bara vel. Þó svo að ég hafi ekki alltaf verið sátt við aðkomuna þegar að ég kom heim þá gerði ég ekki athugasemdir, því að fyrir mig skiptir meira máli að börnin séu í fyrirrúmi. Ekki tiltekt eða svoleiðis. Ég vil frekar að barnapían eyði tímanum með börnunum, leiki við þau og svoleiðis.

En hvernig er þetta hjá ykkur? Setjiði sérstakar reglur, t.d. varðandi hvort einhver má koma í heimsókn? Hafið þið eitthvað sérstakt eftirlit með barnapíunum ykkar? Er þeim “refsað” með launalækkun ef að þær standa sig ekki nógu vel að ykkar mati?
Og síðast en ekki síst, hvað hefðuð þið gert í mínum sporum í gær?

bkv.
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín