Sú elsta sleppur nú þokkalega, er greinilega ekki eins viðkvæm fyrir bitunum eins og yngri systir hennar, sem fær stórar rauðar skellur sem hana klæjar hræðilega í. Hún auðvitað klórar sér og rífur þetta allt upp og espar upp kláðann enn meira (mamma hennar er ekkert betri sko). Svo stinga þessir vargar litla kútinn minn í hausinn og hann er líka allur í rauðum skellum, en sem betur fer hleypur hann ekki eins mikið upp og systir hans. Hann er líka svo lítill að hann getur ekkert klórað sér og því lagast bitin fljótt hjá honum.
Það er til eitthvað drasl hér til að bera á sig svo að mýflugurnar haldist í burtu, en þetta er svoddan óþverri að ég vil ekki bera þetta á börnin. Eins er hægt að kaupa svona reykelsi sem rekur þær í burtu, en það er líka bölvað eitur og ekki gott að hafa börn í þannig lofti. Það sem helst hefur virkað er að loka gluggunum í ljósaskiptunum, en þá koma þær helst inn. Gallinn við það er að það er svo heitt að við erum gjörsamlega að kafna. Það eru samt alltaf einhverjar sem bíta okkur um nóttina. Við þyrftum eiginlega að fá okkur mýflugnanet til að setja yfir rúmin.
Ef þið lumið á einhverjum eiturlausum ráðum til að halda mýflugunum í burtu þá væru þau mjög vel þegin. Eins þá megið þið láta mig vita ef þið vitið um eitthvað sem getur slegið á kláðann, svo að stelpuskottan mín klóri sig ekki alltaf til blóðs. Eins og sést á myndinni er hún gjörsamlega rauðflekkótt í framan vegna bitanna :(
Kveðja,