Eldri dóttir mín talaði mikið upp úr svefni þegar hún var yngri og átti það til að ganga í svefni líka og bulla við mann einhverja tóma steypu. Þetta hætti svo um það leyti sem hún var fimm ára og hefur lítið borið á því aftur fyrr en núna eftir að við fluttum til Noregs (hún er 7 1/2 árs núna).

Á tæpum mánuði hefur það tvisvar komið fyrir að hún komi fram eftir að hún er sofnuð, bulli eitthvað, fari svo aftur inn í rúm og komi svo aftur fram rétt seinna alveg frávita af hræðslu. Hún er kófsveitt, talar um eitthvað sem maður varla skilur og er lítið í samhengi, grætur og er dauðhrædd.

Núna síðast talaði hún t.d. um að hún YRÐI að fá hjartað mitt og að við yrðum að fara í burtu svo þeir næðu okkur ekki (veit ekki hverjir þessir þeir voru o.fl. Stundum náði hún ekki andanum af skelfingu. Hún svaraði mér alveg ef ég var eitthvað að spurja hana og vissi alveg hver ég var, en það var rosalega erfitt að róa hana. Svo eftir smá tíma komst hún til sjálfs síns og slakaði á. Þá mundi hún svona sumt sem hún hafði sagt en hafði ekki hugmynd um afhverju hún var að segja þetta.

Þetta var frekar óhuggulegt og mér dettur helst í hug að þetta tengist einhverju óöryggi við flutningana og kannski líka að það verður stundum svo ofboðslega heitt inni.

Hefur einhver lent í einhverju svona og afhverju haldið þið að þetta gerist?
Kveðja,