Hvað finnst ykkur um klæðaburð margra ungra stúlkna í dag? Ég verð að viðurkenna að ég varð nú svolítið hneyksluð þegar að ég sá um daginn 12 ára stelpur sem greinilega notuðu g-streng, það fór ekki framhjá neinum sem að þær sáu. Í mjaðmabuxum sem varla náðu uppfyrir mjaðmabeinin, bol sem varla náði niður fyrir brjóst, í g-streng og blúndum….

Svo fór ég nú að spá svolítið í þessu og skoðaði í verslanir hérna í Reykjavík. Þar er greinilega gert útá að selja nærfatnað í þessum stærðum. G-strengi, samfellur, toppa og bara allt sem við fullorðnu konurnar notum. Og þetta er ekki bara nærfatnaður. Þetta á við um öll föt held ég.

Finnst engum nema mér að stelpur innan við fermingu ættu að nota nærfatnað sem meira hæfði þeirra aldri? Er ég kannski bara gamaldags?

Bkv.
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín