ég var að hlusta á Kastljós í kvöld og þar var verið að tala um að það væri mikilvægt að efla sjálfsmynd barnanna okkar meðal annars sem forvörn gegn unglingadrykkju,einelti og fleiru.
Það er rökrétt að því leyti að sá sem er með lélega sjálfsmynd er líklegri til að “pína” aðra til að upphefja sjálfan sig,ef þú ert með lélega sjálfsmynd og sjálfstraust þá ertu líklegri til að falla fyrir hópþrýstingi og t.d byrja að drekka fyrr osfrv.

Þetta minnti mig á blað sem ég á hér uppí skáp hjá mér,ég fékk þetta í vetur þegar illa gekk hjá guttanum mínum í skólanum og við fórum í fjölskylduráðgjöf,hann varð alltíeinu svo aggressivur við hina krakkana að kennaranum þótti nóg um og vildi að við færum í viðtöl þar sem komið var inná þetta að styrkja sjálfsmuyndina og þá fékk ég þessar ráðleggingar:

Nokkrar leiðir til að hrósa:

1. Þú kannt þetta alveg.
2. Frábært
3. Þú ert alveg á réttri leið
4. Alveg rétt
5. Þú ert mjög duglegur í dag
6. Þú stendur þig mjög vel
7. Þetta er gott
8.Ég er stolt af því hvað þú ert búin að vera duglegur
9. Þú ert alveg að ná þessu
10. Þetta er alveg að koma hjá þér
11. Þú hefur aldrei staðið þig betur
12. Einmitt
13. Já,svona á að gera þetta
14. Þú hefur bætt þig mikið
15. Nú ertu búin að ná þessu
16. Æðislegt
17. Þér er alltaf að fara fram
18. Nú gerðiru rétt
19. Þetta er nokkuð gott
20. Vá
21. Svona á að gera þetta
22. Þetta er fínt,haltu þessu áfram
23. Það var lagið
24. Þú gerðir allt rétt
25. Þú gerðir ekkert vitlaust
26. Flott
27. Meiriháttar
28. Þetta er flottast
29. Fullkomið
30. Stórkostlegt
31. Þetta er virkilega flott hjá þér
32. Einstakt
33. Þetta er rosalega fínt
34. Þetta kalla ég sko flott
35. Vel gert
36. Þetta er frábært
37. Akkúrat
38. Þetta er súper gott
39. Flott hjá þér að muna
40. Haltu þessu áfram
41. Þú gefur gert X rétt
42. Þú vannst vel í dag
43. Nákvæmlega
44. Þetta finnst mér flot
45. Ég er mjög stolt af þér
46. Duglegur strákur/stelpa
47. Ótrúlegt
48. Svona á að vinna
49. Þetta er mjög fínt
50. Þér gengur vel
51. Sjá hvað þú ert duglegur
52. gott hjá þér
53. ÉG held að þú kunnir þetta alveg núna
54. Vel gert “Jonni”
55. Þú mundir eftir þessu
56. Þú varst fljótur að finna út úr þessu
57. Þú ert mjög góður í þessu
58. Þetta gengur mjög vel
59. Þetta er miklu betra
60. Vel unnið
61. Ég er ánægð með að þú skulir gera þetta svona
62. Þér gengur miklu betur í dag
63. Þetta er komið hjá þér
64. “Vuhúuu”
65. Þú ert rosa fljótur að læra
66. Þér tókst það
67. Fínt hjá þér
68. Hefði ekki getað gert það betur sjálf
69. Þú virðist eiga auðvekt með þetta
70. Það er rétt
71. Fínt er
72. Flott
73. Þetta er betra
74. Þú ert óstöðvandi
75. Fínt
76. Dásamlegt
77. Miklu betra
78. Þú ert búin að læra þetta
79. Þetta hefur aldrei verið betra hjá þér
80. Góður


bara svona smá til umhugsunar ;)

mbk
harpajul
Kveðja