Já það getur verið eitthvað til í því, ég kann Dýrin í Hálsaskógi ennþá utanað LOL! En það átti bara við ef það var of vont veður til að vera úti. Ég ólst að vísu upp úti á landi, en ef það var sæmilegt veður þá var það bara sjálfsagt að maður væri úti að leika sér. Maður hreinlega fékk bara ekki að vera inni. Og maður vildi það bara hreinlega ekki heldur, hinir krakkarnir voru kannski komnir að draga mann út strax kl. 9 á morgnana. Og ef það var verulega gott veður á sumrin (sem var oft þar sem ég var, það var veðursælt þar) þá var maður úti allan daginn. Ég man alveg eftir því þegar foreldrarnir byrjuðu að kalla á krakkana í hádegismat, kaffi og kvöldmat. Og það voru allskonar leikir, fallin spýta, stórfiskaleikur, lögga og bófi, landaparís, snúsnú, teygjutvist, drullumalla og allur andskotinn sem maður fann uppá. Tala nú ekki um þegar maður fékk hjól og hjólaði uppí sveit með nesti. Þegar maður fer að hugsa til baka, þá var maður eiginlega í líkamsrækt allan daginn LOL!!! Maður var alltaf að hreyfa sig, hoppa, hlaupa, hjóla, klifra o.s.frv.
Ég hef dáldið velt þessu fyrir mér í sambandi við vaxandi tíðni offitu hjá börnum. (Sem að mér finnst í hæsta máta óeðlilegt hjá eðlilegum börnum, það eru alltaf undantekningar sem eru með hæg efnaskipti.) Maður var DREGINN inn í drekkutímann kanski á daginn, þar sem maður hesthúsaði kannski einar 5 samlokur með þykku lagi af smöri og osti, 3 glös af NÝmjólk með kókómalti og svo kannski líka einhverja ávexti (nammi eða sætabrauð var ekki eitthvað sem var boðið uppá nema alveg spari), borðaði hafragraut á morgnana, heitan mat í hádeginu og á kvöldin, stóra skammta. Og maður var bara ekkert nema vöðvar og bein og mjög sterk. Ég held að þetta skrifist einungis á það að maður var alltaf úti að leika sér. Við vorum öll svona, það voru kannski ein eða tvær undantekningar í hverjum árgangi. En mér finnst ég sjá ótrúlega mikið af feitum krökkum í dag og ég held að það geti mikið skrifast á endalausar kyrrsetur. Og ég get ekki trúað því að það sé hollt.
Ég á að vísu ekki börn sjálf, en allt mitt vinafólk á börn. Og þau hreinlega kunna ekki að leika sér úti. Það þarf að reka þau út frá sjónvarpinu eða tölvunni á SÓLSKINSDEGI Í JÚLÍ!!! En það er að vísu ekkert skrýtið, þar sem að það er enginn til að leika sér við, það eru allir inni að glápa á sjónvarpið eða tölvuna.
En það er líka annað mál að ég er ekki viss um að krakkar séu einusinni öruggir að leika sér úti í Reykjavík. Öll umferðin og mikið af ókunnugu fólki. Það var kannski annað þar sem að allir þekktu alla og keyrðu á 40. Svo finnst mér líka lítið vera af svæðum í borginni þar sem krakkar hreinlega GETA leikið sér. En ég flutti nú Suður 10 ára og maður lék sér samt úti, þannig að ég veit ekki….