Ég þoli ekki ókurteis börn.
Ég var áðan að úti að ganga og var með nammipoka í höndunum, svo mæti ég tveimur u.þ.b. 8-10 ára strákum og annar þeirra spyr mig frekjulega: “Ætlaru ekki að gefa mér?” Ég svara að sjálfsögðu neitandi og þar að auki var ég að borða hnetur sem hefðu líklega ekki vakið mikla lukku. Og þá spyr krakkinn: “Af hverju ekki?” Þetta er eitthvað sem ég get ekki þolað, svona frekja.

Ég held að uppalendur ættu að fara að vanda sig aðeins betur og kenna börnunum hvað sé viðeigandi og hvað ekki.