Hæhæ.
ég var um daginn að tala við konu um fósturmissi en ég hef sjálf misst fóstur, og hún sagði að konur sem hafa misst eitt slíkt og hafa ekki syrgt það eigi til með að syrgja það löngu seinna.
Ég missti fóstur þegar ég var 15 ára og byrgði það allt inni.
Nú er ég 19 ára og búin að eiga tvö börn(strák 3 ára og stelpu 1árs) og enn græt ég ekki.
Vinkona mín missti fóstur fyrir stuttu og ég bjóst við að brotna niður með henni en allt kom fyrir ekki.
stundum virðist eins og ég muni brotna niður þegar ég hugsa um að einhver annar hafi misst fóstur en mér finnst bara svo óraunverulegt að ég hafi lent í því sjálf.
mín spurning er sú hvort að ég meigi búast við að gera mér grein fyrir þessu svona löngu seinna og brottna niður?
Og ef það gerist er það þá eitthvað óeðlilegt?
með von um svör,
Helga.