Í dag hlýddi ég á viðtal við Sæmund Hafsteinsson sálfræðing á útvarpsstöðinni Bylgjunni vegna framkominna rannsókna í Bandaríkjunum á skaðssemi þess að beita börn líkamlegum refsingum,
svo sem að “ rasskella ” þau.
Í máli Sæmundar kom m.a. fram að “ allar refsingar er fela í sér hluti eins og ofbeldi, niðurlægingu, líkamsmeiðingar, sárindi,
hræðslu, ótta, og ógnanir ” þær séu ekki góðar aðferðir.
Sökum þess að að slíkt skilur ekkert gott eftir sig.
Í máli Sæmundar kom fram að þetta úrræði að “ rasskella ” sé svolítið menningarbundið, og við Íslendingar höfum sennilega ekki beitt þessu úrræði mjög mikið undanfarna áratugi.
Aðspurður um afleiðingar þessa til lengri tíma, sagði Sæmundur að sjá mætti í hendi sér að þarna væri á ferð
“ kennsla fyrir börnin í því að leysa deilur með ofbeldi”
Jafnframt kom fram að “ hótanir ” um ofbeldi, væru einnig í sjálfu sér ofbeldi, hvort sem um væri að ræða börn eða fullorðna og slík aðferðafræði væri í raun gagnslaus og skaðleg
og til væru betri aðferðir.
Ég hefi áður reifað þetta mál hér og því fannst mér viðtal þetta athyglisvert sökum þess að ég tel að hér á landi búi fjölmörg börn er alast upp við þess konar líkamlegar refsingar, einungis vegna þess að foreldri/foreldrar hafa sjálfir ekki kynnst öðru, enn sem komið er ef til vill vegna þess að viðkomandi kemur úr öðru menningarsamfélagi.
Þessi börn kynnast því ef til vill, að jafnaldrar þeirra búa ekki við slíkt, ellegar kunna þau hin sömu að lenda í vandræðum vegna þess að þau hafa með þessari uppeldisaðferð, fengið kennslu í því að leysa deilur með ofbeldi.
Hvaða skoðun hafið þið á þessum málum.
með góðri kveðju.
gmaria.