Mig langar bara að vekja athygli á að verið var að stofna íslenskan spjallhóp fyrir foreldra fatlaðra barna. Það virðist vera til nóg af erlendum slíkum hópum en lítið um íslenska. Ein kjarnakona tók sig því til og stofnaði MSN spjallhóp fyrir þessa foreldra, í þeim tilgangi að geta spjallað saman, stutt hvort annað og miðlað af sinni reynslu. Hópurinn fékk nafnið <a href="http://groups.msn.com/Einstokuborninokkar">EINSTÖKU BÖRNIN OKKAR</a> og þið sem eigið fötluð börn, eða á annan hátt tengist þeim náið, endilega kíkið á þessa síðu og gerist meðlimir.
Kveðja,