Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar þessi mynd um Sam (Sean Penn)sem er andlega skertur faðir sem elur upp dóttir sína Lucy með hjálp óvenjulegs vinahóps. Og þegar Lucy er 7.ára og fer að skara fram úr föður sínum í andlegum þroska þá er nána sambandi þeirra ógnað af félagsráðgjafa og kerfinu.
Þetta er snilldarmynd sem Sean Penn var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í og eins og ég segi vekur hún upp margar spurningar í mínum huga.
Hvað finnst ykkur, eiga þroskaheftir að fá að eignast börn ? Þekkið þið einhver dæmi um að svoleiðis hafi gengið upp ? Ég persónulega þekki bara eitt dæmi þar sem mjög misþroska stelpa eignaðist tvær dætur sem hún að lokum missti, vegna þess hún var enginn manneskja til að hugsa um þær og sú eldri var orðin langt á eftir í skóla, eingöngu að talið var vegna heimilsaðstæðna.
Er hægt að byggja upp kerfi sem gerir misþroska eða þroskaheftum einstaklingum kleift að eignast börn og ala þau upp til að verða fullkomlega eðlileg og þroskuð börn ?
Fyrir ykkur sem hafið ekki séð þessa mynd þá mæli ég eindregið með henni, þessi mynd er að mínu mati akkurat rétta uppskriftin af hini fullkomnu “konumynd” þó svo að mér finnist hún ekki endilega ganga upp ;)
Kv. EstHe
Kv. EstHer