það er eitthvað við lagið í Nágrönnum sem heillar lítil börn! þegar frændi minn (7 ára núna) var lítill, þá bara alltaf þegar hann heyrði lagið í byrjuninni á nágrönnum, þá bara hljóp hann að sjónvarpinu og bara horfði dolfallinn á alveg þangað til lagið endaði! og svo núna.. alltaf þegar ég er að horfa á nágranna, þá alveg missir hann augun hann horfir svo mikið! og ef hann er að skæla eða eitthvað þá hættir hann alveg um leið og það byrjar! og mér finnst það alveg geggjað sætt!!! ;o) því hann verður alltaf svo glaður og ljómar allur um leið og hann heyrir það!

Kveðja

GIZ