Þetta er alveg ótrúlegt!
Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera en þannig liggur í því:
Fyrir rúmu ári eignuðumst við dóttur sem var þvílík hamingja, nokkrum klukkutímum seinna segir ein ljósmóðirin við mig ja þessi á eftir að vera mjög ákveðin og jafnvel dálítið frek en samt kurteisislega. Við hlustuðum nú ekki á það og fórum heim daginn eftir svo fór mín að sýna hvað í sér byggi og í dag er hún þvílík skapstór og frek. Það er alveg sama hvað við erum með hún vill fá það strax helst í gær og ef hún fær ekki hluti strax eða þá að hún er að dunda sér eitthvað og það tekst ekki strax slær hún höfðinu bara í gólfið, veggi eða skallar okkur þannig að hún er öll blá og marin.
Ég bara spyr eigið þið einhver ráð við svona litlum Tuddum????
Ef svo er og þið viljið deila því með okkur værum við mjög þakklát.
Með fyrirfram þökk,
Krusindull