Jæja þá fer þessi dásamlegi tími að byrja, Jólin. Mig langar einungis að segja eitt (kannski meira :þ) en það er að við skulum muna hvers á að minnast um jólin, ekki bara hugsa um pakkana og svoleiðis, heldur skulum við muna að þetta er afmæli Krists og að þetta er hátíð ljóss og friðar, EKKI hátíð pakkanna og sælgætisins. Kennum börnunum að bera virðingu fyrir Guði og Jesús, kennum þeim að jólin er friðartími og að þetta sé afmæli Krists.
Frá því ég var barn hef ég farið í barnamessu í Akureyrarkirju klukkan 2 á annan í jólum, og hef ég aldrei misst úr, en eitt sinn þá var ég með 40 stiga hita og borin út í miðri messu :)
Nú þegar hátíð fer að bera í garð, innrætum þá trú í hjörtu barnanna, ekki græðgi og peningaeyðslu, kennum þeim að það er hugurinn sem skiptir máli, ekki gæðin.
Jólakveðja
Nala