Dod1511 kom með ágætis punkt hérna í fyrri grein.
Mig langar bara reyna varpa ljósi á ákveðna hluti varðandi að feðra börn og hvernig ég sé þetta virka frá mínu sjónarhorni þegar aðilarnir eru ekki giftir eða í sambúð.
Það þarf 2 til að skapa barn. Þar af leiðandi er ábyrgðin alveg jöfn. Því ætti réttur þeirra að vera sá sami.
Karlfólkið er oft mjög óánægt með hvernig þetta virkar því um leið og konan ákveður að eignast barnið snýst mjög mikið þeim í óhag.
Þetta er útaf nokkrum ástæðum.
Kvenfólk alveg jafn og karlfólk á það til að ljúga, svíkja og fleira. Ég veit til þess að kvenfólk ljúgi til um að vera á pillunni. Ljúgi um föður barnsins. Segji að það geti ekki orðið ólétt. Og svo framvegis. Er ekki að segja karlfólk sé betra , bara veit ekki hvernig þetta lítur út frá sjónarmiði kvenmanns fyrir vissu.
Karlfólk hefur mjög litla völ.
Ef kvenmaður vill eignast barnið en ekki karlmaðurinn. Verður það eins og kvenmaðurin óskar.
Ef karlmaðurinn vill eignast barnið en ekki kvenmaðurinn. Verður það að eins og kvenmaðurin vill.
Þetta er gífurlega ósanngjarnt en þetta er til að brjóta ekki á rétt annarra. Sbr. Mannréttingalögum að frelsi takmarkast við að skaða aðra.
Þetta er ekki eina ástæðan. Önnur ástæða er sú að yfir höfuð ræður móðirin öllu um barnið. Það er meiriháttar mál ef móðurin vill ekki að faðirinn hitti barnið sitt meira. Eða hafa barnið bara hjá sér og móðirin ein. Þetta er soldið mótsagnakennt vegna þess að sumt kvenfólk ber því við að við karlfólkið bara séum ekki eins vel í stakk búnir að sjá um börn. Síðan er annað kvenfólk sem ber því við að karlfólkið eyði ekki nægum tíma með börnunum sínum.
Þriðja ástæðan er sú að mjög oft ef ekki alltaf nýtir kvenfólk hluta peninganna sem ríkið borgar(sem karlfólk borgar alveg jafnt og kvenfólk) í ykkur sjálfar en ekki barnið. þar af leiðandi að setja hagsmuni ykkar fyrir framan hagsmuni barnsins.
Einstæð kona fær barnabætur og meðlag uppá 80þúsund krónur á mánuði. Ég tel að það sé meira en nóg til að reka eitt barn. Samt sem áður á sumt fólk til að kvarta yfir því að það sé svo dýrt að eiga barn þó svo það sé löngu búið að borga allan þann kostnað.
Þannig ef við tökum þetta saman.
Karlfólk.
Það er jafnt þín sök og kvenmannsins að hún varð ólétt.
Þú hefur ekkert um það að segja hvort konan eignast barnið eður ei.
Ef hún eignast það þá ræður hún að mestum hluta hversu mikið þú ert í kringum það. Ef þú ert mjög mikið í kringum það þarftu að borga uppúr þínum eigin vasa á móti því að hún fær það borgað fyrir sig.
Kvenfólk.
Gott að vera kvenmaður að því leiti að þú getur að svo miklu leiti ákveðið allt í kringum barnið þitt.
Vont þú verður að sjá um það alltaf.
Vont þú getur ekki neitt faðirinn til að gera neitt meira.
Vont hlutir geta komið fyrir líkama þinn útaf fæðingu.
Annars þá langar mig líka að benda á það að einu möguleikarnir við óléttu eru ekki bara fóstureyðing eða eignast það.
Það er líka hægt að ættleiða.
Kvenfólk og karlfólk er í sífelldum mæli að eignast börn yngra og án þess að vera tilbúin til þess né geta boðið barni sínu það sem æskilegt er og þar af leiðandi að takmarka möguleika barnsins.
Kvenfólk sem er einstætt með barn þarf að leggja á sig mun meira heldur en gift hjón og áorkar samt minna fyrir barnið.
Ég er að vonast eftir áliti annarra en ekki eldingum og skít úr þessu.