börn í bíl Ég var að hlusta á fréttirnar áðan og þar kom fram að 4. hvert barn væri óviðunandi fest í bíl,þ.e. ekki notaður réttur (eða jafnvel enginn) öryggisbúnaður.

Börn væru standandi milli framsætanna,á ferð,eða litlir krakkar í framsæti og með alltof stórt öryggisbelti osfrv.

Svo var tekið fram að sektin við óviðunandi öryggisbúnaði fyrir barn væru 10.000 kr. Skilur fólk ekki að þetta snýst ekki um sekt eða peninga,eða hvort við erum að fara stutt eða langt,eða frasa eins og “ég keyri svo varlega”. Á hvað metur fólk barnið/börnin sín??

Við stjórnum ekki nema einu ökutæki í einu en hvað með alla hina sem eru í umferðinni?? á hvers ábyrgð eru börnin OKKAR??

fólk er jafnvel með börn sem eru varla farin að sitja almennilega sjálf á bílsessum og allt eftir því. Situr svo brosandi undir stýri SPENNT í bílbelti(ss.95% “öruggt”)

ef að krakkar “fá” að vera eins og þau vilja(eða foreldrarnir nenna)svona ung,hvað “meiga” þau þá þegar þau eru komin á unglingsaldurinn?

og myndi maður fara án öryggisbúnaðar í klettaklifur,tegjustökk etc.?

mér finnst mikilvægt að það fari vel um börnin og um leið að þau séu örugg,leiðin sem að ég hef farið í því er að setja mig í þeirra spor og ef þau eru að “kvarta” þá athuga ég málið….ekki eins og ein sem ég veit um sem að barnið var alltaf “svo ergilegt” í stólnum svo hún fékk “bara” að vera í belti……stóllinn var einfaldlega of þröngur,barnið var sett(fyrir rest) á púða og þá voru allir ánægðir….OG öruggir!!!

jájájá svona er lífið…Ísland í dag ;)

mbk
harpajul
Kveðja