Ég veit ekki hvort ég eigi að vera að skrifa hérna en samt……. Ég bý í Danmörk með 4 af mínum börnum og þar á meðal 2 unga drengi (17 og 20 ára) við erum búin að búa hérna í næstum 1 ár. Áður en við fluttum þá voru vandamál með minn 17 ára hann var alltaf að stelast til að redda sér landa og öðrum óþverra og var að stinga af semsagt stefndi á óæskilega braut og ég get alveg viðurkennt að mig kveið fyrir að koma með hann hérna út í þessa vínmenningu sem er hérna, en það fór allt öðruvísi en ég hafði haldið, fyrst var rosalega spennandi að stelast í búðina eða sjoppuna og kaupa sér bjór en þegar frá leið þá hætti þetta að vera spenndi það er eins og tíðarandinn hérna hafi smitað hann, hann situr heima flestar helgar með fjölskyldunni og drekkur ekki mikið hann fer út ef einhvað er um að vera eða ef vinirnir eru að fara að gera einhvað og þá drekkur hann með þeim en þessi togstreita og þessi leiðindi sem voru í kringum hann er horfið. Hann fer út kannski 1 helgi í mánuði að meðaltali annars sitjum við hérna yfir sjónvarpinu eða einhverju álíka gáfulegu á kvöldin um helgar, hann fær kannski 1 bjór með poppinu á laugardagskvöldi og við sitjum kannski hérna saman og spjöllum um allt mögulegt, það má segja að við kynntumst hvort öðru eftir að hann róaðist hérna. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hvað hann átti kúl mömmu fyrr en hann gaf sér tíma til að kynnast henni :) (ekkert smá stolt þar) þannig að samkvæmt minni reynslu mætti aðeins athuga vínmenningu Íslendinga, ekki endilega lækka aldurinn á vínkaupum heldur kannski að gera aðgengi almennings að léttvínum og léttbjór betri þannig að fólk fari að drekka öðruvísi. Vil taka fram að það hafa aldrei verið svona vandamál með eldri drenginn.
Bara smá reynslusaga.