ég fann sá þetta á góðum stað og fannst þetta passa vel hérna inn



Jólaskraut úr gömlum jólakortum frá 5 ára
Það sem þú þarft: Gömul notuð jólakort, lím, skæri, gatara (lítil göt), garn, blúndu.
Aðferð: Veldu jólakort með fallegum myndum, límdu saman tvö kort þ.e. framhliðina á tveimur kortum þannig að þú hafir myndir á báðum hliðum, búðu til eitthvað form til að strika eftir eða finndu lítinn hring til að strika eftir (má nota fleiri form), strikaðu svo eftir forminu á þeim hluta myndarinnar sem þú vilt að skreyti jólaskrautið, klipptu hringinn út örlítið frá brúninni, gataðu (eða stingtu út með nál) göt allan hringinn, saumaðu svo einfalt spor allan hringinn með fallegu garni og saumaðu svo blúnduna fasta á brúnina eða límdu hana á. Skrautið má svo nota til að búa til jólaóróa, skraut á jólatré eða hvað annað sem ykkur dettur í hug.