hér eru allar þær uppl sem ég hef grafið upp um þetta. einnig það sem þú segir ihq væri rosalega sniðugt en gekk ekki í mínu tilfelli, þar sem stelpan þarf ekki að borga krónu þá er henni alveg sama að þetta fari dýrari leiðina. en hér er allt sem ég er búinn að grafa upp um þetta og þetta er eins og þetta kerfi virkar. ég hafði rangt fyrir mér í einhverjum atriðum. þetta er bréf sem ég sendi alþingismanni þannig að þetta er ekki alveg eins og ég myndi orða þetta hér í rökræðum á huga, here goes:
ég er búinn að vera að kanna þetta betur.
Ef móðir bendir á karlmann sem meintan föður og hann neitar þá er hann skikkaður í DNA próf sem kostar hann 113.500 kr ef hann reynist faðirinn. ef hann reynist ekki faðirinn þá greiðir ríkið þetta fyrir hann.
Ef eins og í mínu tilfelli koma 2 til greina. þá eru þeir báðir skikkaðir í DNA próf og sá sem greinist faðirinn greiðir 113.500 fyrir prófið en ríkið greiðir niður fyrir hinn.
einnig tekur þetta um 6-12 vikur að fá niðurstöðu úr þessu og þá safnast upp meðlag á meðan. svo fær faðirinn reikning fyrir DNA prófinu og uppsöfnuðu meðlagi.
ég skil ekki afhverju þetta er svona dýrt hér á landi, ég talaði við Rannsóknastofu Réttarfræðinnar sem gerir DNA prófið hér á landi og þar var mér tjáð að þetta væri sama verð og í norðulöndum og Bretlandi.
ég get ekki verið sammála um þetta og sendi hér að neðan nokkrar heimasíður af DNA prófstöðum mest í Bandaríkjunum en einnig í Dannmörku og Bretlandi. þetta eru allt stofur sem eru samþykktar af AABB (American Association of Blood Banks) og eru próf sem standast í dómstólum. get ekki séð afhverju þau ætti ekki að vera nógu góð fyrir okkur?
þegar ég spurði konuna sem ég talaði við þarna í Rannsókarstofunni um hvaða stofur þetta væru í norðurlöndum og Bretlandi sem væru með þetta sama verð og við erum með og hærra eftir því sem hún sagði þá gat hún ekki nefnt mér eina einustu á nafn.
ég myndi vilja láta ath hvort að við séum svona rosalega dýr í DNA prófum eða hvað sé málið?
Ég talaði við embætti Sýslumanns í Reykjavík og var mér tjáð að ég gæti ekki notast við aðra stofu en Rannsóknastofu Réttarins, mér var tjáð að ástæðan væri að það þyrfti að taka blóðsýni til að DNA prófið. Það er ekki satt samkvæmt því sem ég hef lesið mér til um, munnvatn eða hár er alveg nóg til að fá jafngóðar niðurstöður. Það er nóg að taka dæmi að í sakamálum getur verið nóg að dæma þann ásakaða með DNA úr munnvatni, svita, hári, húðflögum og þess háttar, en er það ekki nóg í faðernismálum?
einnig það sem ég skil ekki er að ef kvennmaður sefur án þess að notast við verjur við 2 karlmenn og þeir eru skikkaðir í DNA próf sem getur kostað annanhvorn þeirra stórfé, afhverju er tekið á karlmanninum eins og hann hafi gert eitthvað af sér? það þarf 2 til að búa til barn eins og við öll vitum. afhverju er móðirin sem veit ekki hvor á barnið látin alveg sleppa frá þessu? ef hún vissi hver á barnið þá væri ekkert um DNA próf að ræða nema að karlmaðurinn neiti.. þá finnst mér af sjálfsögðu að hann greiði fyrir prófið ef hann er faðirinn.
ég er svo ósáttur við hvernig þetta er háttað, að vegna óvissu hennar gæti ég eða hinn aðilinn þurft að punga út 113.500 kr til að vita hvor okkar er faðirinn?
en hér er listi yfir þær stofur sem ég fann:
http://www.dnadiagnosticscenter.com/feesandservices.html faðernispróf AABB samþykkt 420 dollarar.
http://www.dnanow.com/store01/ faðernispróf AABB og CLIA samþykkt 445 Dollarar eða 315 pund.
http://www.ptclabs.com/fee_schedule.htm faðernispróf AABB samþykkt 495 dollarar.
http://www.dnacenter.dk/showpage.asp?ID=474 faðernispróf (íslensk síða) 2945 Danskar krónur.
http://www.dnatestingsolutions.com/html/pric e.html faðernispróf AABB samþykkt 395 dollarar.
http://www.dnaplus.com/hairdna_paternity_t esting_kit.htm faðernispróf AABB samþykkt 349 Dollarar.
http://www.dnatesting.com/new_page_51.htm Faðernispróf AABB samþykkt 420 Dollarar.