Sæl öllsömul!
Ég og vinkona mín vorum að tala um það í vikunni hvernig sjónvarpið gefur börnum rangar myndir af öllu. Við fórum að spá í því hvort önnur okkar hefði séð fjölskyldumynd þar sem aðal krakkinn væri svolítið feitur eða púttaður. Svarið var nei ef einhver er feitur eða pútaður þá er það einhver einn og hann er vondi krakkinn, sá sem er strítt eða stríðnispúkinn. Svo fórum við að hugsa og föttuðum það að þegar fólkið í myndunum er að ganga úti á götu þá er fókið sem er að labba úti líka (ekki leikararnir bara fólkið á götunni) þetta fólk er líka mótað í sama formið. Við vorum að spekúlera hvort það væri bannað að sýna venjulegt fólk í þessum myndum? Svo fórum við að hugsa og sáum að það er ekkert skrítið að allt of ungar stelpur hafa fáranleg vandamál um það að þær séu of feitar, ekki nógu sætar og þar fram eftir götunum. Ég skil ekki þessa stefnu í tísku eða hvað sem á að kalla þetta? Stelpur eru nánast hver ein og einasta frá aldrinum 6-100 ára að vandræðast með það sama eða ,,ég er svo feit.“ Mér finnst þetta alveg rosalegt því að börn eru ekki feit þau eru mjúk, púttuð eða bara venjuleg. Nema þegar að barnið á við ofitu að stríða eða er svolítið meir um sig en venjulegt þykir. Það er náttúrulega í dæminu, en ég er ekki að tala um þau börn. Ég er að tala um þessi börn sem eru ekkert feit en eru heldur ekki mjó. Þau eru bara á milli og það er gott.
Núna í síðustu viku var ég að tala við stelpu sem var að fermast í vor. Þessi stelpa er mjög sæt setlpa, mjög klár, mjög skemmtileg og bara venjulega vaxin. Hún vildi halda því fram að hún væri feit! Ég og vinkona mín sem var með mér litum báðar á hana og spurðum svo ,,ert þú feit!?!” Við vorum bara ekki vissar á því að við hefðum heirt rétt. ,,Já“ sagði hún ,,ég er alveg rosalega feit með fellingar alls staðar!” Guð minn góður hugsuðum við báðar því að við vorum að horfa á sæta, unga stelpu sem hélt því statt og stöðugt fram að hún væri feit, en málið var að hún var það alls ekki. Hún er alls enginn horrengla enda er það ekki fallegt að vera bara skinn og bein, nei hún var bara venjuleg og leit ekki út fyrir að vera með anorexíu.
Frænka mín sem er 8 ára núna tekur svona fituköst og hefur gert það frá því að hún var 5 ára. Hún þorir ekki að drekka Nýmjólk stundum vegna þess að þá gæti hún orðið svo feit. Hún talar stundum um þetta og ég skil ekki hvaðan hún fær þessar hugmyndir því ég veit að foreldrar hennar eru ekki að mata þetta ofan í hana. Enda er barnið bara eðlilega þungt ekkert of grönn eða of feit. En hún var einhvern tímann að tala um þetta mál við mig og þar sem það eru 11 ár á milli okkar þá hélt ég að ég yrði eldri þegar að hún færi að pæla í þessum málum. En nei hún var svo leið yfir því hversu feit hún var að hún var bara gráti nær. Ég skildi hvorki upp né niður í þessu. Svo sagði ég henni að hún væri bara mjög sæt stelpa og væri alls ekki feit. Hún sagði jú og rök hennar voru þau að vinkona hennar er grennri en hún. Ég bennti henni þá á að þessi vinkona er aðeins minni en hún svo að það er kannski ekkert skrítið. Svo er það líka bara svo misjafnt hvernig líkaminn er. En ég var ekkert að flækja málið svoleiðis. En það endaði með því að hún lét segjast í þetta sinn.
Ég hugsa bara hvert er heimurinn að fara? Börnin eru orðin svo fullorðin eða ekki beint fullorðin þau eru komin með allt of margar óþarfa áhyggjur. Eins og þegar maður les Smell unglingablaðið, sem er til á mörgum heimilum, þá sér maður þetta mjög skírt og greinilega. Ég meina ef þið lesið Neiðalínuna þá getur maður lesið um vandamál annara sem þeir vilja láta leysa. En það vekur mjög mikið athygli mína að fólkið sem skrifar í þennan þátt af blaðinu eru að öllum líkindum ca. 12-15 ára ekki mikið eldri fyrir utan fólkið sem er að svara. En það sem vekur svona mikillri athygli hjá mér er það að flest öll vandamálin hljóma svona: Ég er á föstu með strák (sem er lang oftast einhverjum árum eldri) og ég er hreyn mey. Hann vill fara að færa sig yfir á næsta stigið en ég er ekki viss um að ég sé tilbúin, samt vil ég það út af því annars þarf ég að segja nei. Þetta er náttúrulega ekki það sem er sagt en það er þetta sem maður má lesa úr þeim öllum eða svona nánast öllum. Svo er annað mjög algengt vandamál hjá þessum stelpum og það er þetta: Ég var á föstu með strák og við sfáum saman. Núna er hann ekki lengur kærastinn minn. Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt vegna þess að þetta eru bara börn. Þið verðið að fyrirgefa sem eru á þessum aldri en þetta er því miður satt. Þið eruð ennþá börn eða unglingar og þið verðið það lengur. Maður er unglingur þar til maður verðu 18 eða 20 ára. Fer eftir viðhorfum held ég.
En hvað er hægt að gera til þess að gera þetta betra? Jú það hlítur að vera hægt að koma af stað svona hernaðarátaki í grunnskólum landsins. Það er ekki í lagi að 12-15 ára stelpa sé farin að sofa hjá. Eða það finnst mér ekki þó svo að aldurinn hafi verið lækkaður í sumar. Þið eruð öruglega að velta því fyrir ykkur um hvaða aldur ég er að tala? En ég er að tala um þann aldur sem var einu sinni settur sem væri nógu hár til þess að sofa hjá. Þessi aldur var víst 16 ár þar til í sumar þegar að hann var fluttur alveg niður í 14 ár ef ég man rétt. Þar að segja stelpur sem væru í sambandi á þessum aldri mætu sofa hjá ef þær vildu! Ég meina vá þvílígt freldsi eða þannig. Ég man nú alveg eftir þessum árum og já maður var að velta strákunum fyrir sér. En ef það varð eitthvað samband þá náði það aldrei lengra en það að parið kystist eða færi í sleik í mesta lagi. Það var aldrei farið svo langt að sofa hjá. Annað hvort er ég bara svona gömul eða þá að ég hef bara verið í svona lúðalegum skólum (var í fjórum grunnskólum).
En þetta er öruglega orðið frekar langt hjá mér svo ég ættla bara að hætta núna. Það er náttúrulega hægt að skrifa endalaust um þetta efni.
Kær kveðja Silungur!