Ég er að tala um föt á stelpur, sem eru frá ca 3-4 upp að 12 ára aldri.
Mér finnast þau stundum svo hræðilega glennuleg að ég á ekki orð!
Níðþröngir bolir með glimmer skrift á, stutt pils, og jafnvel blússur og bolir með brjóstasniði!
Ég hef séð g-streng á börn sem eru 8 ára gömul, og brjóstahaldara fyrir stelpur ca 9 ára og uppúr.
En það sló allt út þegar ég sá systur, sú yngri var ca 3-4 og sú eldri 6-7 ára, þær voru eins klæddar, í mjööög þröngum bol (mátti lá við telja í þeim rifbeinin) og í leðurlíkis pilsum, sem einnig voru þröng og stutt. Til að toppa þetta voru þær í þykkbotna stígvélum sem náðu upp að hnjám.
Mér fannst svo sorglegt að sjá svona litlar stelpur klæddar eins og kynverur, það gæti vel verið að mömmunni hafi þótt þetta voða sætt og töff, en vá, þær voru eins og algerar bimbós.
Mér finnst þetta setja svo mikla pressu á börn að verða kynverur strax við unga aldur, þau eiga að rétt á því að fá að njóta þess að vera börn að mínu mati. Alvaran tekur alveg nógu snemma við án þess að tískustraumar nái svona inn á BÖRN.
Ég leyfi minni stelpu að ganga í topp, í stað nærbols, en það er líka það lengsta sem ég geng. Ég var ekki hrifin af því til að byrja með, en þar sem að nærbolurinn var alltaf upp úr buxunum hjá henni leyfði ég þessu að sleppa.
Eitt dæmi enn, stelpa sem ég þekki, var lögð í einelti í 8. bekk í hvert sinn sem hún fór í leikfimi eða sund í skólanum, ástæðan var sú að hún var sú eina í bekknum að annari undanskilinni sem ekki átti og mætti í g-streng í leikfimi, hin fékk líka að heyra það óþvegið.
Mér finnst þetta rangt, og mér finnst leitt að vita til þess að börn líði fyrir það að vera börn en ekki mini útgáfur af fullorðinni konu.
Vitanlega hjálpar það ekki til að átrúnaðargoð margra stelpna á grunnskóla aldri, skuli vera mjög djarflega klædd, þá er ég að ræða um jómfrúnna? Britney Spears.
Hún gefur svo blönduð skilaboð að það er ekki fyndið, og ég leyfði minni skvísu nóta bene ekki að horfa á tónleikana með henni sem voru sýndir í sjónvarpinu nýlega, einfaldlega vegna þess að mér fannst hún ganga of langt í klæðaburði og hegðun á sviði miðað við að hennar aðdáendahópur er að mestu byggður upp á stelpun á aldrinum 6-14 ára (og einstaka eldri dreng sem finnst gaman að horfa á hana ;)
En endilega, hver er þín skoðun á þessu ?
Zallý gamla
PS: Afsakið að ég missti mig aðeins út fyrir efnið með Britney, ég bara varð að skjóta þessu að!
———————————————–