Ég veit ekki hvort að þetta á heima hérna, en þar sem að margir foreldrar sækja þennan hluta huga, þá sting ég þessu hingað inn.

Ég var að lesa bók í án efa sjöunda sinn, bókin heitir SELD og er skrifuð af konu sem heitir Zana Muhsen.
Hún er sannsögulega, og fjallar um Zönu og systir hennar Nadiu sem pabbi þeirra seldi til Yemen árið 1980, á 1300 sterlings pund hvora.
Þær voru 13 og 14 ára, neyddar í málamynda hjónaband þar sem þeim var nauðgað og komið fram við þær sem þræla.
Zana slapp eftir 8 ára vist í helvíti, en Nadia er ennþá úti, seinast þegar fréttist til hennar var hún orðin 6 barna móðir og bjó við afar slæmar aðstæður í fjallaþorpi í Yemen. Til dæmis er ekkert rafmagn þar, ekkert rennandi vatn og hún þrælar myrkrana á milli ásamt því að hugsa um börnin sín 6.

Ég verð alltaf jafn reið þegar ég hef lesið þessa bók.
Hvernig nokkur faðir getur selt börnin sín, og þar að auki vitað það hvernig aðstæður þeirra myndu verða.
Ég fór að lesa á netinu um þetta mál, og fleiri, og komst að því að árlega eru mörg hundruð börn, já mörg hundruð! seld eða hverfa til landa á við Yemen, Tyrklands og Sádí Arabíu.
Fæst þeirra snúa nokkurn tíman heim, og þau sem gera það eru oft illa skemmd á sál og líkama eftir meðferðina sem þau fá þarna úti.

Ég hugsa með hryllingi til allra þeirra kvenna og barna sem fæðast inn í þessi lönd, og eiga sér engrar undankomu auðið, og um leið er ég þakklát fyrir að eiga heima hér á Íslandi, og kann betur að meta það sem ég hef.

Það er lítið sem við getum gert til að hjálpa þessum konum og börnum sem hafa verið seld út, og enn minna sem við getum gert til að hjálpa þeim sem eru innfædd.

Það er enginn almennilegur tilgangur með þessari grein, kannski aðallega hugsað sem hugvekja, um hvað við erum í raun heppin að búa hérna og erum frjáls. En þó vitum við að við erum ekki örugg, öll þekkjum við sögu Sophiu Hansen.

Um leið og ég hætti þessu röfli langar mig að benda þeim á sem áhuga hafa á því að sýna Nadiu Muhsen stuðning að hægt er að fræðast um sögu hennar og jafnframt kveikja á kerti fyrir hana
<a href="http://web.infiniweb.ca/nadia/a-index.phtml">hérna</a>

Ég vona að ekkert okkar muni nokkru sinni lenda í því börnum okkar sé rænt, eða seld. Það er held ég það versta sem getur komið fyrir nokkuð foreldri, svo að ég tali nú ekki um börnin.
———————————————–