Hæ hæ allir :o)
Jæja ég er ennþá að glíma við þessa blessuðu morgunógleði sem ég virðist bara alls ekki losna við, ég er komin tæpar 13 vikur á leið, og ég er alveg orðin ráðþrota og gráhærð úr pirringi yfir þessu öllu saman. En ég var að spá í hvort einhver þarna úti hefði góða reynslu af svona óhefðbundnum lækningum við morgunógleði. Ég var að spá í að hafa samband við grasalækni og athuga hvort hann gæti eitthvað hjálpað mér haldið þið að það gæti ekki bara verið svoldið sniðugt.
Annars ætlaði ég líka bara að segja að ég fór í sónar í gær og vá ég og maðurinn minn vorum alveg orðlaus þegar við sáum litla krílið okkar það var alveg á fullu í morgunleikfiminni og snérist á alla kanta og fór svo að vinka okkur. Við fengum alveg tár í augun okkur hlakkar geðveikt til að fá litla krílið í heimin.
Kveðja Sweetbabe