Ég ætla nú bara að skella bréfinu hérna svo að allir geti komist í þetta á sem auðveldastann máta.
Munið að láta alla sem að þið þekkið vita það er mikilvægt að við náum til sem flestra, setjum hug okkar og hjarta í þetta, þetta tekur ekki svo langann tíma, en getur haft mikil áhrif.
Vinsamlegast sendið þetta bréf á eftirfarandi póstföng.
David.oddsson@for.stjr.is;
Pall.petursson@fel.stjr.is;
Gudny.jonsdottir@dkm.stjr.is
Ég undirritaður/undirrituð vil hér með láta óánægju mína í ljós varðandi meðferð mála er varða kynferðislega, líkamlega og andlega misnotkun á börnum á Íslandi. Undanfarin misseri hafa komið upp mál hafa verið áberandi í fjölmiðlum, sem ég tel sýna augljóslega að ófullnægjandi ástand ríki í meðferð þessa mála. Svo virðist sem meintir afbrotamenn njóti meiri réttinda en meint fórnarlömb.
Einnig finnst mér hið lága hlutfall sakfellinga miðað við þau mál sem að kærð eru til lögreglu, benda til þess að núverandi lög valdi ekki þeim vanda sem augljóslega er til staðar.
Það er ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að börn Íslands geti lifað við öruggar aðstæður, hafi aðgang að réttlátri dómsmeðferð og að úrræði séu til staðar fyrir þau börn sem eiga hvergi höfði að halla.
Ég skora hér með á yður sem lýðræðislega kosinn fulltrúa minn að beita yður fyrir því að lagaleg og félagsleg málsmeðferð barna sem að orðið hafa fyrir misnotkun af þessu tagi verði endurskoðuð og bætt.
Nafn
Kennitala ef þið viljið