Það virðist vera þannig að bara vegna þess að ég er 19 ára gömul og bý “ennþá” heima hjá mömmu minni þá er ég gjörsamlega óhæf móðir. Ég gæti ekki boðið barninu mínu það sama og kona sem væri 10 árum eldri!
Það er eins og þið viljið að vegna þess að ég er einungis 19 ára gömul og langar í barn, þá á ég að drífa mig í því að flytja að heiman, og það í mína eigin íbúð. Ég þarf að vera orðin ansi vel menntuð og með ótrúlega góða vinnu. Ég má alls ekki fara út að djamma vegna þess að það gerir fólk með börn ekki og ég þarf að vera búin að vera með kærastanum heillengi til þess að vera vissum það að hann sé sá eini rétt. Því öðruvísi get ég ekki verið góð mamma!
Nú veit ég um konu sem átti 3 börn sem er búið að taka af henni og það var ekki vegna aldurs.. Hún einfaldlega hugsaði ekki nóg um þau.. hún er búin að eignast tvö önnur börn sem eru 6mánaða og er enn ólétt..
Er þessi kona eitthvað hæfari til þess að eiga barn heldur en 19 ára stelpa sem býr hjá mömmu sinni en er tilbúin að öllu leiti?
Ég á nú ekki barn en ég er komin með mikið meira en nóg af fólki með þessar skoðanir! Aldur er mjög afstætt hugtak. 19 ára manneskja getur verið alveg jafn hæft foreldri og sá sem er 41 ef ekki bara betur! Þau sem yngri eru eru oftast með meiri úthald og skemmta sér mun betur í leikjunum. Ekki það að þau eldri geri það ekki.
Þið talið um það að þegar maður eignist barn þá verður mar einskonar “fangi” maður verður bara að hætta öllu sem mar hefur gaman af og í staðin gera allt fyrir barnið sitt! Auðvitað ef líf mans ekki ónýtt ef mar eignast barn og maður hættir ekkert að gera það sem manni finnst skemmtilegt.. Maður bara gerir minna af því.. En það borgar sig margfalt til baka!
Og það að ég sé dissuð fyrir það að langa í barn en ætla mér samt að fara á þjóðhátíð er bara fáránlegt! Ég á ekki barn og það er ekki á leiðinni þannig að afhverju má ég ekki fara á þjóðhátíð? Núna er ég skyndilega ekki orðin fær um það að eignast barn vegna þess að ég ætla mér að fara á skemmtun sem er einu sinni á ári.. og fyrir það eitt er ég dæmd sem einskonar fyllibitta.. Það er eins og ég sé djammandi hverja einustu helgi og sé engan vegin fær um það að sjá fyrir einum né neinum, ég er bara í því að fara á vikuleg fyllerí til vestmannaeyja…
Ef ég ætti barn þá væri ég engan vegin að fara á þjóðhátíð til þess að djamma! En svona ykkur til fróðleiks.. þá datt ég síðast í það í Janúar.. og það var nú hér í reykjavík og það var eitt kvöld..
Já foreldrahúsin góðu.. Það gengur nú ekki að búa þar ef manni langar til þess að eiga barn.. Ég verð að vera komin í mína eigin íbúð og hana nú!
Það hefur kanski ekki hvarflað að ykkur að það að búa í foreldrahúsum er mjög gott og þar fær maður þvílíkt góðan styrk ef maður þarf hann! Það er ekki jafn dýrt og maður fær að vera hjá fjölskyldunni sinni!
Svo afþví ég er bara 19 ára þá hef ég ekkert peningavit og hef ekki hugmynd um það hvað það kostar að leigja og margt fleira..
Ég var í heimavistarskóla í 8 og 9 bekk í 10 bekk bjó ég svo hjá frænda mínum til að ég gæti haldið áfram í skólanum vegna þess að heimavistin var lögð niður..
Síðan í fjölbraut fór ég í skóla úti á landi og leigði þar herbergi með vinkonu minni.. Um sumarið svo leigði ég með 2 vinkonum mínum. Ég er komin heim til mömmu aftur og þar líður mér lang best, ég er að fíla mömmu mína í tætlur og ég er ekki hjá henni til þess að lifa á henni, ég borga heim og ég á bíl sem ég þarf að borga af..
Svo ég veit nú ansi vel hvað það kostar í lifa henni veröld!
Samband mitt og kærasta mins: Já þið vitið svo vel hvernig það er.. Kanski er engin framtíð í því og kanski er.. Það veit engin, hvorki þið né ég! Þið segjið að maður verði að vera komi í alvarlegt samband áður en maður eignast börn.. Sko börn eru engin trygging fyrir öruggu sambandi. Par sem byrjaði saman í gær á alveg jafn mikla möguleika á góðu og endilöngu sambandi og það par sem er búið að vera gift í 10 ár!
Mentun er máttur.. Jájá.. það er rétt.. Öll fáum við nú 10 ára menntun í grunnskóla síðan er það bara val hvers og eins að fá sér meiri menntun. Og það er alls engin nauðsyn að vera rosalea vel menntaður og bara meðal menntaður.. Ég er nú ekki búin með stúdentinn en ég er mun betur hæf til þess að vera foreldri en margir sem hafa klárað masterinn t.d
Og bara vegna þess að ég er einungis 19 ára gömul þá á ég að drífa mig í því að ferðast eins og ég vil, því þegar ég er komin með barn þá get ég sko ekkert ferðast.. ég þarf bara að vera heima og þvo föt og smyrja samlokur?!?!
Halló.. Þetta eru fáránlegustu rök hjá ykkur sem ég hef heyrt.. Og varla þess virði að svara þeim.. en ég er bara komin með svo mikið meira en nóg af fólki sem hugsar svona!