Jæja það er nú gott að vita það að nokkur orð frá mér gátu skapað svona mikla umræðu ;)
Mörg ykkar eru með rosalega fordóma gagnvart ungum mæðrum, sem ég skil ekki.. Það er svo erfitt og bindandi og mar nær ekki að gera allt sem mar vill gera. Mig langar svo ótrúlega mikið í barn að það er ekki fyndið.. En kærastann minn er ekki tilbúin, ok ég sætti mig við það.. Svo loksins fékk ég að fá mér minn eigin hund.. Hann var alls ekki ódýr.. en þess virði.. Ég þarf að taka hana með mér hvert sem er, ég þarf að kenna henni allt, svosem sitja, kyrr og allt það.. Ég þarf að passa það að hún komist út til þess að gera þarfir sínar, hún getur ekki verið ein og vill það ekki. Til þess að fá hana til þess að sofna þar ég að svæfa hana með því að strjúka henni, hún þarf að sofa í litlu rúmi(sem eins og er, er pappakassi) við hliðiná mér og ég verð að passa mig að hafa ekki læti í kringum hana þegar hún er sofandi.. Því hún er svo forvitin að hún gæti annars ekki sofið.
Ég þarf að sjá til þess að hún eigi alltaf til mat, að hún fái nýja ól reglulega, að hún sé snyrtileg, fara með hana reglulega til læknis og ég þarf að vera viðbúin að ef eitthvað skeður fyrir hana, þá þyrfti ég auðvitað að borga læknishjálp á hana!
Nú er ég búin að binda mig þessum hundi í 15 ára vonandi, og mér finnst ekkert að því.. og engum öðrum.. Þetta er alls ekki ósvipað barni, hún þarf alveg jafn mikla umönnun og athygli!
Ykkur finst ég kanski tilbúin til þess að eignast hund.. en ekki barn..
Hvernig væri að þið ungu mæður hér, segðuð ykkar sögu, hvort þetta sé virkilega svona erfitt eins og þær hinar segja..
Elskiði friðin