nú er sól farin að hækka á lofti(strákurinn minn sem er sex segir að sumarið komi í dag þannig að hann þurfi ekkert húfu,vettlinga og fleiri hlý föt fyrr en næsta vetur)og “allir” krakkarnir í hverfinu eru úti að leika í boltaleikjum,snúsnú,“einakrónu” og fleiri leikjum,en aumingja börnin mín þurfa að koma inn klukkan 8,eins og lögin um útivistartíma barna segir(eru þetta ekki annars lög??)
1.mai lengist svo útivistartíminn til kl 10(22).en ég er ekkert heldur tilbúin til að fara eftir þeim útivistartíma allavega ekki þegar það er skóladagur daginn eftir :s ég er skooooooo hrikalega vond mamma.

Ég á oft í mestu vandræðum því að glugginn á herbergi barnanna minna snýr út að svæðinu þar sem að krakkarnir(“allir”)eru í leikjum,meira að segja þá sá ég eina 4 ára þarna úti í leikjum um daginn eftir að mín sem eru 6 og 8 ára voru komin uppí rúm að sofa,það fór eiginlega frekar mikið í taugarnar á mér að þau sáu þetta en áttu svo sjálf að fara að sofa,þau eru nú ekkert aðlveg að fatta mömmu sína í þessu sambandi.Ætli fólk almenn virði ekki þennan útivistartíma? og hvernig er það nú byrja flestir skólar á bilinu 8-8.30 ef að barn er úti að leika til kl 9-10 og fer kanski að sofa 1-2 klst. seinna eru þessi börn þá að fá nægan svefn?(11-07=8tímar)og svo er annað borða krakkar “almennt” ekki morgunmat áður en þau fara í skólann??
Dóttir mín er líka voða pirruð á mér mér að vera að gera einhverja kröfu á að hún borði því að “það er eiginlega enginn búinn að borða mamma”

Er maður kanski farin að vera of “vondur”?

Þetta eru nú bara svona smá hugleiðingar,ég veit vel að börn eru misjöfn og flestu foreldrum er alveg treystandi fyrir því að sjá um börnin sín hvað þetta varðar en maður fer stundum að spá þegar maður er að gera eins og manni finnst rétt en “allir” eru að gera öðruvísi :s

mbk
harpajul
Kveðja