Núna er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra.
Ég hef ákveðið að reyna með ykkar aðstoð að hrinda af stað “herferð” þar sem að við sem þjóð skorum á vissa ráðamenn að taka til í þeim málum er varða kynferðislega, andlega, og líkamlega misnotkun á börnum.
Sú málsmeðferð sem að núna er notast við er greinilega ófullnægjandi, þegar að litið er á að menn sem að þrjú vitni vitna gegn ganga lausir, og menn sem að þegar hafa verið dæmdir fyrir að kyferðislega misnota börnin sín fá yfir þeim forræði.
Það er í okkar valdi að kníja fram breytingar.
Ég hef skrifað bréf sem að er ætlað til þess að vera notað sem einskonar keðju bréf.
Þeir sem að hafa áhuga á því að fá þetta bréf og senda það vinsamlegast sendið mér e-mail á namo@mi.is, þá mun ég senda ykkur bréfið um hæl.
Ég held að formatið fari allt í hönk ef að ég set það hérna og þið copy, peistið það.
Mér tókst að grafa upp réttar addressur fyrir félagsmálaráðherra, dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.
Fyrirgefið mér að hafa gefið ykkur upp þá vitlausu.
Hafið í huga ef að þig viljið bæta við ykkar eigin orðum að ritarar ráðherrana fara yfir póstinn áður en þeir fá hann í hendur.
Vandið orðaval og verið kurteis.

Namo

namo@mi.is

Gerum nú eitthvað annað en að bölvast og kvarta úti í horni, látum í okkur heyra.