Hæ hæ, mig langar svolítið að forvitnast um hvort það sé eitthvað asnalegt að tala um barneign þegar að maður er að verða 28 ára gömul og er í leiguhúsnæði en samt í öruggri vinnu og líður bara mjög vel og er hraust? Ef ég tala um þessi mál við vini og vinkonur þá er alltaf það sama “þú ert orðin svo gömul” því að mínir vinir og vinkonur eru jú jafnvel komin með 2-3 börn.
Ég missti reyndar fóstur í sept.2000 og var það pínu sjokk fyrir mig þó að þetta hafi verið “slysabarn” en þá var þarna að kvikna hjá manni nýtt líf, en í dag hefði ég verið að halda upp á 1 árs afmæli (skrítið).
En þetta er svo skrítið og hef ég spurt mig margra spurninga eins og afhverju missti ég og afhverju ég að lenda í þessu og því er ég svona treg við að reyna aftur?
Ef þið lumið á einhverju, endilega komið með línu…
Kveðja valsarakvk.