O.k. ég á eina svona frekar stóra jukku, í stórum blómapotti svo hún stendur á gólfinu.
Lillimann minn elskar þessa jukku, eða réttara sagt jarðveginn sem hún sprettur úr.
Ég veit ekki hversu oft við erum búin að koma að honum öllum útötuðum í mold í framan og á höndunum og með alveg slatta upp í sér.
(Mikið búið að reyna að girða jukkuna af, tala ekki um að segja má ekki, skamm og ullabjakk og það allt).
Er hættulegt fyrir börn að borða mold (það virðist alla vega ekki hafa gert honum mikið hingað til)?
Vantar þau einhver efni í kroppinn eða er það bara kerlingabækur?
Get ég sett eitthvað í blómapottinn til að koma í veg fyrir þetta (það er að sjálfsögðu ekki sniðugt að setja steina eða vikur! Þá er nú moldin skárri).
Eða eigum við bara að bæta jarðvegi á matseðilinn hans? :) Í sumar getur hann kannski bitið gras! :D
Kveð ykkur,